Æskan - 01.08.1994, Side 12
ELSTA FÉLAG BARNA
Heil og sæl!
Nú er vetrarstarf barnastúknanna
hafið eftir sumarfríið.
Hér á síðunni sjáið þið svipmyndir
úr starfi barnastúkunnar Æskunnar en
hún er elsta barnastúka landsins og
jafnframt elsti félagsskapur barna á
landinu.
í barnastúkum er margt sér til gam-
ans gert: Farið í ferðalög, heimsóknir
milli stúkna, skíða- og sleðaferðir og
jafnvel bátsferðir; haldin grímuböll og
diskótek. Þá eru ótaldir fundirnir sem
eru reglulega allan veturinn en þar
gefst félögunum kostur á að láta Ijós
sitt skína, koma með leiki, skrýtlur,
þrautir og leikrit. Einnig er foreldrum
og systkinum stundum boðið að taka
þátt í fjörinu. Þá er dagskráin í höndum
félaganna og gjarnan hafðar erfiðar
þrautir fyrir fullorðna fólkið enda þykir
flestum gaman að geta hlegið að
mömmu og pabba öðru hvoru!
Þá læt ég þetta gott heita að sinni
enda tala myndirnar sínu máli.
Bestu kveðjur,
í sannteika, kærleika og sakleysi,
Lilja Harðardóttir,
stórgæslumaður unglingastarfs.
STORTEMPLAR
FERMIR
ÆÐSTATEMPLAR
Það hefur sennilega ekki gerst oft í
sögu Reglunnar að stórtemplar hafi
fermt æðstatemplar í barnastúku sem
hann er gæslumaður í. Það gerðist þó
20. mars sl. þegar sr. Björn Jónsson
stórtemplar fermdi Matthías Frey
Matthíasson æðstatemplar í Stjörn-
unni nr. 103. Myndin er tekin í Akra-
neskirkju.
Ljósmyndari var Carsten Kristins-
son.
Á þingi Unglingareglunnar í vor flutti
Matthías þetta ávarp:
„Kæru reglusystkini!
Ég heiti Matthías Freyr Matthíasson
og hef verið í barnastúku frá því ég var
sjö ára. Síðustu fjögur árin hef ég verið
í embætti æðstatemplars.
Við höldum fund seinasta laugardag
í hverjum mánuði frá september þar til
í apríl.
Eins og gefur að skilja leggjum við
höfðuðáherslu á bindindi áfengis og
tóbaks. Svo reynum við auðvitað líka
að varast vonda siði og temja okkur
góða.
Oft förum við í ferðalög, heimsækj-
um aðrar barnastúkur og fáum heim-
sóknir frá þeim. Á fundunum gerum við
margt okkur til fróðleiks, gagns og
skemmtunar.
Við erum hér stödd fimm félagar úr
Stjörnunni í fylgd með gæslumanni
okkar, Birni Jónssyni. Það er bæði
gaman og lærdómsríkt að vera hér og
fylgjast með störfum þingsins.
Við óskum Unglingareglunni og
Stórstúkunni heilla og farsældar í mikil-
vægu starfi, þökkum fyrir að hafa feng-
ið að koma hingað og vonum að þetta
þing verði íslenskri æsku til blessunar."
12 Æ S K A N