Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1994, Side 25

Æskan - 01.08.1994, Side 25
Getið þið birt aftur myndir af pennum og öðru því sem fylgdi einu sinni pennavina- dálki Æskunnar? Ein ný. Svar: Það er gaman að heyra að þú ert ánægð með blað- ið! Við sögðum frá Michael Jordan í 1. tbl. 1993 og birt- um þá veggmynd af honum. Það tölublað hefur þú feng- ið sent. Þátturinn, Æskuvandi, var ekki á síðum 5. tölu- blaðs en er nú aftur meðal efnis og verður það. Við höfum sleppt teikn- ingum og smækkað letur til að koma sem flestum ís- lenskum og erlendum pennavinum á síðuna. En verið getur að við gerum hana líflegri aftur með fá- einum teikningum - a.m.k. ef ekki eru þar myndir af bréfriturum. HITTOC ÞETTA Æskupóstur! Fyrst vil ég þakka fyrir á- gætt blað, t.d. er nýi þáttur- inn, Heilsuefling, fínn. Mig langar til að biðja þig að svara nokkrum spurningum: 1. Á mánudagskvöldum sýnir Ríkissjónvarpið þátt sem heitir Sækjast sér um lík- ir. Eru konurnar, sem leika aðalhlutverkin (Trasey og Sharon), systur í rauninni? 2. Ég fór á söngleikinn, Hárið, 6. ágúst og fannst hann frábær. Ég hef aldrei skemmt mér eins vel f leik- húsi. Gætuð þið haft viðtöl við aðalleikarana? 3. Gætuð þið haft viðtölin í Æskunni skemmtilegri? I þættinum, Aðdáendum svar- að, er alltaf spurt um það sama, hvað sá sem svarar eigi mörg íslandsmet og hvort aðrir f fjölskyldunni stundi íþróttir eða starfi við tónlist. Þið gætuð fengið fólk til að segja frá æsku sinni og unglingsárum, lýsa t.d. eftir- lætis-leikfanginu, hrekkjum, fyrstu ástinni og skemmtileg- um eða vandræðalegum at- vikum. 4. Af hverju eru svona fá lög á íslenska geisladisknum, Hárinu? Þau eru mjög góð en ég hefði viljað geta hlustað á fieiri. 5. Hvernig væri að hleypa tillögunum um skemmtilega „öðruvísi" veggmynd f fram- kvæmd? Þið hafið tekið vel undir þær en ekkert gert í málinu. Fræ á malbiki. Svar: Þakka þér fyrir hólið - og ábendinguna! 1. Sýningum á þáttunum mun lokið í bili en þeir verða væntanlega aftur á dagskrá. Leikkonurnar eru ekki syst- ur en góðar vinkonur. 2. Þér varð að nokkru að ósk þinni. Líklega hefur þú þegar lesið svör Ingvars Sigurðssonar í þættinum, Aðdáendum svarað. 3. Við skulum reyna! Það er alveg rétt hjá þér að spurningarnar voru orðnar nokkuð staðlaðar/fastmót- aðar. Þó höfðum við farið inn á nýja slóð áður en við lásum bréf þitt (sjá Aðdá- endum svarað í 6. tbl.) - og raunar einnig lagt spurning- ar svipaðar þeim sem þú nefndir fyrir fólk en ekki fengið svar... 4. Geisladiskurinn var gefinn út löngu áður en sýn- ingar hófust. Þá var ekki búið að æfa flutning nema á fáeinum lögum. Vera kann að önnur hljómplata verði gefin út seint í haust. Þá yrðu öll lögin tekin upp á sýningu. 5. Loksins gerðum við eitthvað í þessu! NACRANNAR ILLA F/ARRI ... Kæra Æska! Ég þakka „æðislegt" blað! Gætuð þið birt fróð- leiksmola um Nágranna eða einhvern af leikurunum? Vitið þió hvert er heimilis- fang aðdáendaklúbbs Tom Cruise og Vina og vanda- manna? Ein forvitin. Svar: Því miður höfum við ekki fengið upplýsingar um leik- arana í þáttunum um Ná- granna. Fleiri en þú hafa óskað eftir þeim. Við yrðum þakklát ef einhver lesandi sendi okkur grein um þá. Thomas Cruise Mapoth- er IV hafði um tíma hug á að verða prestur - en ákvað ungur að árum að gerast leikari (eftir að hann lék í skólaleikriti ...). Frá honum var sagt í 7. tbl. Æskunnar 1989 og veggmynd fylgdi sama blaði. 1990 kvæntist hann áströlsku leikkonunni Nicole Kidman en henni kynntist hann þegar þau léku í Dögum þrumunnar á því ári. Árið áður lék hann hermann sem bundinn var við hjólastól eftir meiðsli sem hann hafði hlotið í stríðinu í Víetnam. Kvik- myndin nefndist, Fæddur 4. júlí (en það er þjóðhátíðar- dagur Bandaríkjamanna). Sjálfur var Tommi fæddur 3. júlí 1962. Nýlegar myndir sem hann hefur leikið í: 1992: „Far And Away“ og Heiðursmenn („A Few Good Men). 1993: Fyrirtækið („The Firm"). Póstfang aðdáenda- klúbbs: Tom Cruise, c/o Creative Artists Agency, 8930 Wilshire Boulevard, Beverly Hills, CA 90212, Bandaríkjunum. Póstfang aðdáenda- klúbbs Vina og vanda- manna: (Nafn leikarans), The Fox Network, 10210 West Pico Boulevard, Los Angeles, CA 90035, Bandaríkjunum. HVENÆR FJÁRRÁÐA? Sæll, Æskupóstur! Hvenær verður maður fjár- ráða? Ég sendi þér skrýtlu: Nemandi: Ég skil ekkert í stærðfræðinni. ( dag var kennarinn að tala um að finna samnefnarann ... Faðir hans: Þetta er furðu- iegt! Ég minnist þess að það var líka verið að leita að hon- um þegar ég var á þínum aldri. Ótrúlegt að hann skuli ekki hafa fundist enn þá ... A.H. Svar: Allir menn, karlar og konur, verða fjárráða þegar þeir ná 18 ára aldri. Það er almenna reglan. Frá henni er sú undantekning að fólk öðlast fjárræði ef það geng- ur í hjónaband yngra að árum. Fjárráða maður ræður einn fé sínu. í því felst að hann hefur fullan rétt til þess að ráðstafa eignum sínum með löggerningi, t.d. selja þær, leigja eða veð- setja; svo og að ráða notk- un og meðferð þeirra. Jafn- framt hefur hann rétt til að taka á sig fjárskuldbinding- ar, t.d. stofna til skulda. Þökk fyrir bréfin, ágætu sendendur! Munið að frásagnir úr skólalífi eða af skemmtilegum atvikum eru vel þegnar í Æskupóstinn ... Æ S K A N 2 S

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.