Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.08.1994, Qupperneq 25

Æskan - 01.08.1994, Qupperneq 25
Getið þið birt aftur myndir af pennum og öðru því sem fylgdi einu sinni pennavina- dálki Æskunnar? Ein ný. Svar: Það er gaman að heyra að þú ert ánægð með blað- ið! Við sögðum frá Michael Jordan í 1. tbl. 1993 og birt- um þá veggmynd af honum. Það tölublað hefur þú feng- ið sent. Þátturinn, Æskuvandi, var ekki á síðum 5. tölu- blaðs en er nú aftur meðal efnis og verður það. Við höfum sleppt teikn- ingum og smækkað letur til að koma sem flestum ís- lenskum og erlendum pennavinum á síðuna. En verið getur að við gerum hana líflegri aftur með fá- einum teikningum - a.m.k. ef ekki eru þar myndir af bréfriturum. HITTOC ÞETTA Æskupóstur! Fyrst vil ég þakka fyrir á- gætt blað, t.d. er nýi þáttur- inn, Heilsuefling, fínn. Mig langar til að biðja þig að svara nokkrum spurningum: 1. Á mánudagskvöldum sýnir Ríkissjónvarpið þátt sem heitir Sækjast sér um lík- ir. Eru konurnar, sem leika aðalhlutverkin (Trasey og Sharon), systur í rauninni? 2. Ég fór á söngleikinn, Hárið, 6. ágúst og fannst hann frábær. Ég hef aldrei skemmt mér eins vel f leik- húsi. Gætuð þið haft viðtöl við aðalleikarana? 3. Gætuð þið haft viðtölin í Æskunni skemmtilegri? I þættinum, Aðdáendum svar- að, er alltaf spurt um það sama, hvað sá sem svarar eigi mörg íslandsmet og hvort aðrir f fjölskyldunni stundi íþróttir eða starfi við tónlist. Þið gætuð fengið fólk til að segja frá æsku sinni og unglingsárum, lýsa t.d. eftir- lætis-leikfanginu, hrekkjum, fyrstu ástinni og skemmtileg- um eða vandræðalegum at- vikum. 4. Af hverju eru svona fá lög á íslenska geisladisknum, Hárinu? Þau eru mjög góð en ég hefði viljað geta hlustað á fieiri. 5. Hvernig væri að hleypa tillögunum um skemmtilega „öðruvísi" veggmynd f fram- kvæmd? Þið hafið tekið vel undir þær en ekkert gert í málinu. Fræ á malbiki. Svar: Þakka þér fyrir hólið - og ábendinguna! 1. Sýningum á þáttunum mun lokið í bili en þeir verða væntanlega aftur á dagskrá. Leikkonurnar eru ekki syst- ur en góðar vinkonur. 2. Þér varð að nokkru að ósk þinni. Líklega hefur þú þegar lesið svör Ingvars Sigurðssonar í þættinum, Aðdáendum svarað. 3. Við skulum reyna! Það er alveg rétt hjá þér að spurningarnar voru orðnar nokkuð staðlaðar/fastmót- aðar. Þó höfðum við farið inn á nýja slóð áður en við lásum bréf þitt (sjá Aðdá- endum svarað í 6. tbl.) - og raunar einnig lagt spurning- ar svipaðar þeim sem þú nefndir fyrir fólk en ekki fengið svar... 4. Geisladiskurinn var gefinn út löngu áður en sýn- ingar hófust. Þá var ekki búið að æfa flutning nema á fáeinum lögum. Vera kann að önnur hljómplata verði gefin út seint í haust. Þá yrðu öll lögin tekin upp á sýningu. 5. Loksins gerðum við eitthvað í þessu! NACRANNAR ILLA F/ARRI ... Kæra Æska! Ég þakka „æðislegt" blað! Gætuð þið birt fróð- leiksmola um Nágranna eða einhvern af leikurunum? Vitið þió hvert er heimilis- fang aðdáendaklúbbs Tom Cruise og Vina og vanda- manna? Ein forvitin. Svar: Því miður höfum við ekki fengið upplýsingar um leik- arana í þáttunum um Ná- granna. Fleiri en þú hafa óskað eftir þeim. Við yrðum þakklát ef einhver lesandi sendi okkur grein um þá. Thomas Cruise Mapoth- er IV hafði um tíma hug á að verða prestur - en ákvað ungur að árum að gerast leikari (eftir að hann lék í skólaleikriti ...). Frá honum var sagt í 7. tbl. Æskunnar 1989 og veggmynd fylgdi sama blaði. 1990 kvæntist hann áströlsku leikkonunni Nicole Kidman en henni kynntist hann þegar þau léku í Dögum þrumunnar á því ári. Árið áður lék hann hermann sem bundinn var við hjólastól eftir meiðsli sem hann hafði hlotið í stríðinu í Víetnam. Kvik- myndin nefndist, Fæddur 4. júlí (en það er þjóðhátíðar- dagur Bandaríkjamanna). Sjálfur var Tommi fæddur 3. júlí 1962. Nýlegar myndir sem hann hefur leikið í: 1992: „Far And Away“ og Heiðursmenn („A Few Good Men). 1993: Fyrirtækið („The Firm"). Póstfang aðdáenda- klúbbs: Tom Cruise, c/o Creative Artists Agency, 8930 Wilshire Boulevard, Beverly Hills, CA 90212, Bandaríkjunum. Póstfang aðdáenda- klúbbs Vina og vanda- manna: (Nafn leikarans), The Fox Network, 10210 West Pico Boulevard, Los Angeles, CA 90035, Bandaríkjunum. HVENÆR FJÁRRÁÐA? Sæll, Æskupóstur! Hvenær verður maður fjár- ráða? Ég sendi þér skrýtlu: Nemandi: Ég skil ekkert í stærðfræðinni. ( dag var kennarinn að tala um að finna samnefnarann ... Faðir hans: Þetta er furðu- iegt! Ég minnist þess að það var líka verið að leita að hon- um þegar ég var á þínum aldri. Ótrúlegt að hann skuli ekki hafa fundist enn þá ... A.H. Svar: Allir menn, karlar og konur, verða fjárráða þegar þeir ná 18 ára aldri. Það er almenna reglan. Frá henni er sú undantekning að fólk öðlast fjárræði ef það geng- ur í hjónaband yngra að árum. Fjárráða maður ræður einn fé sínu. í því felst að hann hefur fullan rétt til þess að ráðstafa eignum sínum með löggerningi, t.d. selja þær, leigja eða veð- setja; svo og að ráða notk- un og meðferð þeirra. Jafn- framt hefur hann rétt til að taka á sig fjárskuldbinding- ar, t.d. stofna til skulda. Þökk fyrir bréfin, ágætu sendendur! Munið að frásagnir úr skólalífi eða af skemmtilegum atvikum eru vel þegnar í Æskupóstinn ... Æ S K A N 2 S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.