Æskan

Årgang

Æskan - 01.08.1994, Side 30

Æskan - 01.08.1994, Side 30
KOSTAR NÁM ÞRICCJA BARNA Á INDLANDI _______________ Áfengisvarnaráð minntist tíma- móta, 40 ára afmælis, með tákn- rænni gjöf. Það veitti Hjálparstofnun kirkjunnar starfsstyrk, andvirði einn- ar flösku af áfengi mánaðarlega til 1998. Hann á að renna til þess að kosta nám þriggja barna á Indlandi. AÐ GANGA UPPRÉTTIR Efnt var til blaðamannafundar á afmælisdeginum, 6. maí í vor. Ólafur Haukur Árnason, áfengisvarnaráðu- nautur ríkisins, flutti þar ávarp. Hann nefndi að áfengi væri enn hættu- legra en menn hefðu viljað vera láta: „Ef það hefði verið fundið upp núna en jafnframt vitað um skað- semi neyslu þess yrði það bannað umsvifalaust sem stórhættulegt efni. Hins vegar dreifa þeir sem hagnast á áfengissölu röngum upplýsingum um eðli og áhrif áfengisneyslu og leitast að sveipa neyslu þessa vímuefnis fölskum dýrðarljóma." Hlutverk Áfengisvarnaráðs er m.a. að vera Alþingi, ríkisstjórn og öðrum opinberum aðiljum til ráðuneytis um áfengismál og fræða fólk um afleið- ingar áfengisneyslu. Ólafur sagði að vitna mætti til orða Sigfúsar Daðasonar skálds um hlutverk ráðsins: „Mannshöfuð er nokkuð þungt en samt skulum við ganga upp- réttir." ÁHERSLA Á FORVARNIR Jónas Þórir framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar veitti viðtöku bréfi sem vottaði gjöfina. Hann færði gefendum kærar þakkir og minntist á að í hjálparstarfi væri nú lögð æ meiri áhersla á forvarnir: að hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Hann ræddi um hvernig áfengisdrykkja hamlar hjálparstarfinu: „Það böl sem áfengisneysla skap- ar, ekki síst í þriðja heiminum, er ó- skaplegt." Indversk börn í búðum fyrir munaðarlausa. HEIMSÓKNIR í SKÓLA Starfsmenn Áfengisvarnaráðs hafa um áratugi heimsótt skóla og rætt þar við kennara og nemendur. Jón Guðbergsson fræðslufulltrúi og Hörður Zóphaníasson fyrrverandi skólastjóri hafa ferðast saman í haust, m.a. um allt Norðausturland. Jón hefur einnig farið í skóla með hópi sem sýnt hefur leikritið, Gúmmíendur synda víst, eftir Eddu Björgvinsdóttur. Það er ætlað til að kveikja umræður og hafa þær víðast hvar orðið mjög fjörugar. Símar Áfengisvarnaráðs eru (91-) 19405 og (91-) 19944 framkvaemda s Pórir Hjálparstofnunar kirxj ir veitir viðtöku skjali vottar starfsstyrk igisvarnaráðs - til að nám hriaaia barna a Olafur Haukur Ári áfengisvarna ráðunautt Æ S K A N 3 0

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.