Æskan - 01.08.1994, Side 41
getu því að miklu skipti að afla
sem allra mestra heyja handa
sauðfé, nautgripum og hrossum
sem raunar voru aðeins fjögur.
Túnið á Hjalla var lítið og þurfti
mikið að heyja á engjum. Allt hey-
ið var bundið í bagga, sem voru
45 til 55 kíló, þegar það var orðið
þurrt. Heyið var síðan flutt heim
að hlöðu á hestum, tveir baggar á
hverjum og var þaö kallað hest-
burður. Áður en byrjað var að flytja
heyið heim var lagt reiðfæri - sum-
ir kölluðu það reiðing - á hestana.
Það voru tvær dýnur, hvor á sinni
hliö og festar saman yfir bakið á
hestinum með margföldum striga.
Ofan á dýnuna var lagður klyfberi
úr tré með tveimur klökkum úr
járni með járnörmum sem læst var
á miðjum boganum. Þar var lás og
snærisspotti festur í. Kippt var í
hann þegar baggarnir áttu að falla
af klökkunum heima við hlöðu.
Við klyfberann voru festar tvær
gjarðir, önnur fremst en hin aftast,
og spenntar undir kviðinn á hest-
inum. Járnin á klyfberanum voru
nefnd hleypijárn. Vegna þeirra var
auðvelt að láta börn teyma hest-
ana af engjunum og heim að
hlöðu þegar þau voru orðin það
stór að þau náðu upp á bakið á
hestinum til að hleypa niður eins
og það var kallað.
Það kom því af sjálfu sér að
bræðurnir á Hjalla fengu það starf
að fara á milli, það er að segja að
teyma hestana meb böggunum af
engjum heim ab hlöðu og til baka.
Oftast voru þrír hestar í lest í hverri
ferð nema í síðustu ferðinni hvern
dag því að sjaldan stóð þannig á
baggafjöldanum.
Bræburnir voru ekki nema átta
eða níu ára þegar kom í þeirra hlut
ab fara á milli. Það var mjög á-
byrgðarmikið starf að þeirra mati
því að oft voru baggarnir mis-
þungir og vildi þá hallast á. Þá
þurfti að toga í léttari baggann og
jafnvel setja þunnan stein undir
reipin á honum.
Reipin, sem heyið var bundið í,
voru heimatilbúin ýmist úr ull eða
hrosshári, þ.e. tagl- eba faxhári af
hrossum. Ullin og hrosshárið voru
spunnin í grófan þráð, síöan tvinn-
að og loks fléttað í reipi. Þau voru
höfð svo löng að þau næbu ör-
ugglega utan um baggann þó að
heyið væri vel þurrt. Á hverju reipi
voru tvær hagldir (högld: horn-
eða trélykkja (þunnur bútur með
gati eða götum)) og á milli þeirra
var u.þ.b. 15 sm langur sili, það er
hluti af reipinu sem bundinn var
við þær. Þegar baggarnir voru
látnir upp á hestinn (á klakkinn)
héngu þeir á silanum.
Oftast voru það fullorðnir karl-
menn sem létu baggana upp á
hestana. Þó kom fyrir að 16 til 18
ára unglingar lyftu þeim á klakk ef
þeir voru svo sterkir ab þeir gátu
það. Mörgum strákum þótti gam-
an að reyna það. Ef þab tókst þótt-
ust þeir vera meiri menn en ábur.
Var þá sagt að þeir væru orðnir
klyftækir.
Þegar heyið hafði verið flutt
heim var eftir að velta böggunum
inn um vindaugaö, baggagatið, á
hlöðunni. Síðan voru reipin leyst af
böggunum og heyinu dreift um
hlöðuna. Þá var hirðingu lokiö. Eft-
ir að búið var að flytja heyið heim
var reiðfærið tekið af hestunum og
fariö með þá í hagann sem var
ofan við engjagirðinguna. Þá var
dagsverki lokið og þreyttir menn
og hestarfengu næringu og hvíld.
Þegar heyjab var á engjum var
venja ab færa fólkinu mat og kaffi
þangað. Á Hjalla sáu börn um þab
eins og á flestum sveitabæjum. Oft
fannst bræðrunum erfitt ab bera
matinn á engjarnar en þab komst
upp í vana.
Annað verk var bræðrunum
alltaf falib. Það var ab sækja hesta
hvenær sem þurfti á þeim að
halda. Oft gat veriö erfitt að finna
þá, einkum þegar þoka var.
Framhald.
(Höfundur er roskinn maöur og
var bóndi. Hann kýs aö láta hins
rétta nafns síns ekki getiö).
SPILA-
KLÚBBURINN
Kæra Æska!
Mig langar til að ganga í Spila-
klúbb Æskunnar. Ég á um 108
tegundir af spilum og vil gjarna
skipta við aðra safnara.
Ásta Hrönn Harðardóttir,
Hólakoti, 601 Akureyri.
Sæl, Æska!
Mig langar að biðja þig að láta
skrá mig í spilaklúbbinn. Ég á um
540 spil.
E/sa Arney Helgadóttir,
Réttarholti, 720 Borgarfirði e.
Hæ!
Ég safna spilum og vil gjarna
skipta við ykkur.
Margrét Jónsdóttir,
Ægissíðu 16, 610 Grenivík.
Hæ, hæ!
Ég safna spilum og vildi fegin
skipta vió aðra safnara.
Steinunn Hreiðarsdóttir,
Öxnhóli, 601 Akureyri.
Sælir, safnarar!
Ég er að safna spilum og lang-
ar að skipta við aðra spilasafnara.
Dagný Sigríður Jónasdóttir,
Austurbyggð 6, 600 Akureyri.
Safnarar!
Ég hef sett veggmyndir, barm-
merki, bréfsefni og minnisblöð í
einn kassa. Ef einhvern langar í
þetta er um að gera að skrifa því
að annars hendi ég því.
María Narfadóttir,
Lambhaga, 630 Hrísey.
Æ S K A N 4 7