Æskan - 01.08.1994, Side 44
POfiP
nóim
2 UNLIMITED
Kæra Popphólf!
Ég var að lesa gamalt tölublað Æsk-
unnar. Þar voru söngvararnir í 2
Unlimited sagðir heita Anette og Ray. Sú
sem þið kallið Anette heitir Anita Danielle
Doth. Ray heitir Raymond L. Slijngaard
(ég man ekki hvert millinafnið er) en er
kallaður Ray.
Lena Sólborg Valgarðsdóttir.
Svar:
Frá því fyrst var skrifað um 2
Unlimited í Æskunni hefur þessi vinsæli
hollenski dúett verið kynntur nánar á
þessum vettvangi. Þar hafa skírnarnöfn
m.a. verið nefnd. Það sem á vantaði og
skal nefnt hér er að millinafn Rays er
Lothar.
BJÖRK
Kæra Popphólf!
Er starfræktur aðdáendaklúbbur
Bjarkar Guðmundsdóttur?
?
Svar: Reyndu að skrifa á ensku til:
Björk Fan Club,
250 York Road,
London SW11, Englandi.
KURT COBAIN
Ég er sammál Eyrúnu og Guðrúnu sem
óskuðu eftir veggmynd af Metallicu. Margir
myndu þiggja grein um hljómsveitina. Það
væri líka gaman að fá grein um Kurt
Cobain, söngvara Nirvana, sem er nýdá-
inn.
Agnes Björk Bjarnadóttur.
Svar:
Metallica hefur margsinnis verið kynnt í
Æskunni.
Kurt Cobain fæddist 27. febrúar 1967 f
smábænum Aberdeen í Washington-fylki í
Bandaríkjum Norður-Ameríku. Bærinn er
skammt frá borginni Seattle sem ól gítar-
hetjuna Jimi Hendrix og síðar þungarokks-
sveitina Queensryche.
Aberdeen er eitt versta fátæktarsvæði
Bandaríkjanna. Þar hefur atvinnuleysi og
fylgikvillar þess verið langvarandi. Áfengis-
neysla er ein sú mesta í Bandaríkjunum.
Börn og unglingar alast upp við hvers kyns
ofbeldi. Hlutfall sjálfsmorða er tvöfalt hærra
en annars staðar í landinu.
Foreldrar Kurts skildu þegar hann var
átta ára. Uppvaxtarár hans voru ömurleg.
Hann var einmana og utanveltu, skrópaði
margoft í skóla og lauk aldrei grunnskóla-
námi. Móðir hans rak hann að heiman og
hann hélt til undir berum himni eða réttara
sagt undir brú.
I einverunni dundaði hann sér við að
gutla á gítar. 1988 stofnaði hann rokktríóið
Nirvana. Sama ár fékk hljómsveitin plötu-
samning og hljóðritaði að bragði smáskíf-
una „Love Buzz/Big Cheese". Ári síðar
kom breiðskífan „Bieach" á markað. Hún
seldist í 35 þúsund eintökum I Seattle og
nágrenni. Salan staðfesti hugmyndir plötu-
útgefanda um að ópoppað og pönkað rokk
Nirvana væri sölulegt.
Næsta plata, „Nevermind", var kynnt
sem hugsanleg metsöluplata. Engan óraði
samt fyrir því að hún yrði sú sprengja sem
raun varð á: Að hún ylli mestu straum-
hvörfum í rokksögunni frá pönkbyltingunni
1977.
Hún seldist í milijónum eintaka og náði
m.a. efsta sæti bandaríska vinsældalistans
í desember 1991. Stök lög af plötunni voru
sett á smáplötur sem mokseldust einnig.
Eitt þeirra, „Smells Like Teen Spirit", sigr-
aði í hverri könnuninni á fætur annarri um
bestu rokklög allra tíma.
EIN MERKASTA ROKKPLATAN
„Nevermind" hefur frá útgáfuárinu verið
metin ein merkasta plata rokksögunnar.
Hún er sett á stall með „Sgt. Peppers ...“,
plötu Bítlanna, og „London Calling" með
Clash - sem tímamótaverk.
Með þessari plötu varð Seattle að nafla
rokkheimsins og „grugg-rokk“ eða „grens-
an“ („grunge") varð tískumúsík. Síðan hefur
rokkvettvangurinn miðast við Nirvana,
Pearl Jam, Soundgarden, Stone Temple
Pilots o.fl. „grugg-sveitir“ frá þeim stað.
Reyndar hefur „grugg“-hugtakið verið
teygt svo og togað að hérlendis var rabb-
rokklag með Rage Against The Machine
sett á safnplötuna Grensuna. Fönk-rokk-
rabb RATM getur ekki með neinu móti
flokkast með „grugg-rokki“ fremur en
margt annað sem hefur verið ranglega
kennt við þennan einfalda, hráa og hrjúfa
rokkmúsíkstíl.
Kurt hafði óbeit á gítareinleik (sóló) og
þeirri tegund sýndarmennsku sem setur
einstaklinginn á stall.
„Svokallaðar hetjur, goð og leiðtogar
eru hættulegustu fyrirbærin í stjórnmálum
og skemmtiiðnaði," sagði hann. „Hljóm-
sveitir eiga að leggja áherslu á samleik og
óeigingirni. Það var svo frábært hjá Bítlun-
um og Clash. Allir fengu að njóta sín. Hæfi-
leikar hvers einstaks fengu að blómstra án
þess að öðrum væri haldið niðri.“
í VIÐJUM EITUREFNA
Kurt var frá tvítugsaldri þjáður af sárs-
aukafullum magakvölum sem klemmdar
taugar orsökuðu.
24. febrúar 1992 gekk hann I hjónaband
með söngkonunni Courtney Love. 18. á-
gúst sama ár eignuðust þau dótturina
Frances Bean.
U.þ.b. ári fyrir fæðingu dótturinnar byrj-
aði Kurt að fikta með eiturefnið heróín.
Hann missti tök á neyslunni og gerði
nokkrar árangurslausar tilraunir til að losna
undan fíkninni. Að lokum gaf hann upp alla
von um að losna úr viðjum heróínsins.
Hann þoldi ekki tilhugsunina um að dóttir
hans yrði að horfa upp á föður sinn tærast
upp af völdum þess. 8. apríl sl. gafst hann
upp og framdi sjálfsmorð. Hann lýsti ör-
væntingu sinni, vonleysi og uppgjöf í átak-
anlegu kveðjubréfi til eiginkonu og dóttur.
Eftirlifandi liðsmenn Nirvana og ekkja
hans hafa lagt ofuráherslu á að Kurt hafi
valið aumustu „lausn" á vanda sínum. Þau
hafa sömuleiðis barist gegn því að hann sé
hafinn til skýja sem hetja. Þau benda á
andúð hans sjálfs á poppstjörnudýrkun á-
samt þeirri staðreynd að hann er alls ekki
heppileg fyrirmynd - ef undan er skilið að
hann var frábær söngvasmiður og flytjandi,
einlægur og heiðarlegur á því sviði, eins og
síðasta plata Nirvana, „In Utero“, sannar.
Kurt Cobain á ferðalagi með konu sinni,
dóttur og írsku söngkonunni
Sinéad O’Connor.
4 4 Æ S K A N