Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1994, Síða 53

Æskan - 01.08.1994, Síða 53
JÓ-JÓ-KEPPMI VÍFILFELLS: VAGGA OG GERVIHNÖTTUR! Það hefur ekki sést um sinn. En skyndilega er það í höndum krakka allt í kring! Jó-jóið! Þeir senda það út í loftið og ná því í hendur sér aftur. Leika margs kyns kúnstir! Sumir sýna tilþrif. Aðrir þurfa að æfa sig betur en þeir hafa gert... Nú er efnt til íslandsmeistaramóts í þessari sérstæðu grein á vegum Vífilfells, fyrirtækisins sem framleiðir og selur kók hér á landi. Ég brá mér út á Seltjarnarnes og fylgdist með keppni þar. Heimsmeistarinn Ivan Hagen frá Brasilíu lék listir sínar og stjórnaði leiknum ásamt Birni Sig- urðssyni, starfsmanni markaðsdeild- ar Vífilfells. Þeir hafa verið og verða á þönum um borg og bæi fram að 22. október. Krakkar flykkjast á keppnisstaði. í Árbænum biðu um 600 eftir þeim félögum um daginn! Þegar þetta er skrifað, 15. sept- ember, er þó hængur á: Jó-jóið er uppselt á landinu! En úr því mun bætt hið bráðasta. Þetta er í annað sinn sem keppt er hér við sundlaugina á Nesinu. Samt er stór hópur krakka saman kominn til að reyna sig og fylgjast með. Aðdáunarkliður fer um hópinn þegar Ivan sýnir ótrúlega snilli. Margir reyna við þrautirnar fjórar en hver af öðrum fellur úr keppni þar til einungis eru eftir Björn Mekkinós- son og Kristinn Máni Þorfinnsson. Þeir keppa að lokum í gervihnattar- sveiflu og Björn hefur betur. ÍSLANDSMEISTARATITILL OG VEGLEG VERÐLAUN Á hverjum degi er keppt á þremur stöðum. Raunar má frekar kalla það æfingar. En tíu snjöllustu krakkarnir fá skildi sem veita rétt til þátttöku í lokakeppninni. Þeir fá líka verðlaun; t.a.m. hlýtur sigurvegarinn bol, kók- kippu og „gull“-jó-jó. Um helgar er meira um að vera. Þá eru útvarpstæki, íþróttatöskur og fleira í verðlaun. Gert er ráð fyrir að lokakeppnin fari fram í Kringlunni í Reykjavík laugardaginn 22. október. Þar kemur í Ijós hver hlýtur íslandsmeistara-titil. Verðlaunin þar verða glæsileg, m.a. sjónvarpstæki! 10 MÍNÚTUM FYRIR KEPPNI ... Björn Mekkinósson, 13 ára Seltirningur, er í 8. bekk í Valhúsa- skóla. Hann segist vera nýbyrjaður að æfa sig með jó-jó. Raunar hafi hann ekki eignast það fyrr en 10 mínútum fyrir keppnina ... „En ég hef nokkrum sinnum feng- ið að reyna jó-jó vinar míns. Ég kom hingað bara til að leika mér...“ - Hver eru aðaláhugamál þín? „Mér finnst skemmtilegast að renna mér á snjóbretti og leika ísknattleik. Ég æfi með félaginu Birninum, á svellinu í Laugardal." Kristinn Máni Þorfinnsson er 12 ára og nemur í Vesturbæjarskóla ... „Ég lék mér dálítið að þessu fyrir þremur árum þegar „æðið“ gekk síðast yfir. Ég keppti hérna líka fyrir nokkrum dögum og varð þá í þriðja sæti. Gervihnattarsveiflan heppnað- ist ekki nógu vel hjá mér núna.“ - Hvað gerir þú helst í tómstund- um? „Ég hef mest gaman af að leika mér í knattspyrnu. Ég hef æft þá grein og líka handknattleik, körfuknattleik og borðtennis. En ég hætti í æfingum í sumar af því að ég var svo mikið á flakki, fór oft í sum- arbústað og aðstoðaði við Shell- mótið í Vestmannaeyjum." Æ S K A N S 3

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.