Valsblaðið - 24.12.1964, Qupperneq 15

Valsblaðið - 24.12.1964, Qupperneq 15
VALSBLAÐIÐ 13 „Valur þarf að eignast sinn eigm knattspyrnustíl“ — segir Hermann Hermannsson í afmcelisrabbi Á þessu ári, eða nánar til tekið 7. október, átti einn kunnasti knatt- spyrmnnaður Vals finrnitugsafmæli. Þótti ritstjórn Valsblaðsins því til- valið að fá hann til að segja svo- lítið frá knattspymuferli sínum og viðhorfum til knattspyrnunnar yfir- leitt. Um Hermann hefur verið rætt hér í þessu blaði ekki alls fyrir löngu undir þættinum „Hver er Valsmað- urinn?“ Þar var m. a. minnzt á ágæti Hermanns sem markmarms, og það væri ekki úr vegi að benda knattspymumönnum vorum á það, að Hermann náði ekki þessum ár- angri fyrirhafnarlaust. Hann æfði allra manna bezt, og lét sér hvergi nægja þann úthlutaða tíma, sem hverju félagi var í þá daga ætl- aður á Melavellinum, hann fór margar ferðirnar með félaga eða aðra sem hann náði í til þess að láta „sparka á sig“. Hermann varð 10 sinnum íslandsmeistari og heftn- enginn orðið það oftar í knattspymu. Hermann hefur verið mikill að- dáandi knattspyrnunnar, og það hef- ur verið honum óblandin ánægja að æfa og leika sér, taka þátt í keppni og leikjum. Og þótt árin hafi færzt yfir Hermann hefur hann alltaf verið til í tuskið, ef knöttur var ann- ars vegar, og siðast á s.l. sumri tók hann þátt í „alvarlegum“ leik, er Hafnfirðingar léku við Unglinga- landsliðið, og var þá auðvitað í marki, og munu þá hafa verið liðin um 40 ár síðan hann tók þátt í fyrsta leik sínum í knattspymu. FÖR FYRST MEÐ FÖÐUR SlNUM Á VÖLLINN Hvenær fórst þú fyrst á knatt- spyrnuleik? Það mun hafa verið þegar skozka knattspymuliðið Civil Service kom hingað 1921. Fór ég með föður mín- um, en hann var áhugamaður um knattspymu. Hann var félagi í Val, og var einn þeirra sem var skráður í vasabók Nikulásar Halldórssonar, er sagði frá þeim sem lögðu stund á æfingar hjá félaginu árið 1912. Ég man það að islenzka liðið tapaði með miklum mun, og mér fannst útlend- ingamir vera langtum betri, en ekki man ég við hvaða lið gestimir léku. Varst þú ekki með í strákafélög- um? Jú, jú, ég held nú það, og þaðan minnist ég ýmsra manna eins og t. d. Sveins Zoega, Bjöms Bjömssonar sýslumanns, sem síðar lék með Vík- ing, þar var og Margeir V. Magnús- son áhugasamur og Hörður Bjama- son. Aðalathafnasvæði okkar var á tún- inu vestan við Aðventistakirkjuna, og voram við raunar þar ekki alltaf friðhelgir. Hestamönnum bæjarins þótti ekki vel farið með grasið, að traðka það niður og eyðileggja með fótboltasparki! Túnið mun hafa ver- ið nytjað og slegið, og svo mikið var víst, að maður, er nefndur var Jónas hestamaður, virtist eiga að gæta þess og sjá um að á því væri ekki verið. Fyrir okkur var þessi flöt eftirlætis- staður, og þangað var því farið þeg- ar fært þótti. Stundum fór þó af gamanið, þegar Jón hestamaður kom okkur í opna skjöldu. Þá var það hans höfuðmarkmið, sem grimm hegning fyrir afbrot okkar, að ná í knöttinn og skera hann í stykki. Sem betur fór tókst honum þetta ekki oft, því oftast tókst okkur að ná knettinum á undan og hlaupa sem hraðast og forða okkur með knöttinn. Það var þungt áfall fyrir hópinn þegar Jón náði knettinum, en ekki var gefizt upp. Það var rok- Hermann eftir síðasta leik sinn, að hans sögn, er hann lék með styrktu FH-liði gegn Unglingalandsliðinu í sumar. ið í að selja blöð og safna í knött, og svo áttiun við hauk í homi þar sem var Bjarni frá Galtafelli, faðir Harðar, hann skildi okkur, og hafði samúð með hópnum. Hami hringdi i L. H. Miiller og við máttum fá knött! Yfir sumartímann var knatt- spyrna aðalleikur okkar strákanna, og var sparkað á hverjum degi. Við lékum stundum við önnur stráka- félög, t. d. frá Þórsgötunni, en þar var félag sem hét „Sprettur“, en oldrei urðu neinir sögulegir atburðir í sambandi við þá.

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.