Valsblaðið - 24.12.1964, Page 16

Valsblaðið - 24.12.1964, Page 16
14 VALSBLAÐIÐ GERÐIST FRAMARI Á þessum árum þótti fínt að vera í Víking, og þangað fóru flestir strák- amir, þegar þeir fóm að tínast í hin „opinberu“ félög. Margir þeirra vom í Menntaskólanum, lærdómsmenn og vel látnir. Ég fór þó aldrei i Víking, en ég dáðist að hinum sigursælu Frömur- um, sem voru á þeim árum andlit bæjarlifsins i knattspymu, og það fór svo, að ég og nokkrir aðrir fóm í Fram, og æfðum þar. Var svo kom- ið, að ég átti að fara að leika með í þriðja flokki. En þá skeður atvik, sem í sjálfu sér var ekki svo alvar- legt, en í augum okkar strákanna var óþolandi, sem varð til þess að við sögðum okkur nokkrir úr Fram og munu flestir hafa farið í Val. Þetta skeði með þeim hætti, að einu sinni þegar við vorum komnir vestur á völl með okkar knött, koma eldri Framararnir og ætla að æfa. Þá vill svo til, að enginn knöttur er þar fyr- ir þá, svo að þeir gera sér lítið fyrir og taka af okkur knöttinn, sem við vorum með, og fengum við ekki við ofureflið ráðið. En uppreisnarand- inn ólgaði þegar í hópnum, og þá þegar er ákveðið að segja sig úr Fram þegar í stað. Ég var að vísu yngstur þessara drengja, sem töldu sig svo illa leikna, en ég fygldi þeim eftir. VINNUM FYRSTA ÞRIÐJA FI.OKKS MÓTIÐ Og Hermann heldur áfram: Þetta mun hafa verið um 1927. 1 þessum flokki Vals voru þá efnilegir dreng- ir, og á næstu árum voru þeir farair að berjast um efsta sætið, voru i úr- slitum, og t. d. 1928 varð að fram- lengja. Við vorum ákaflega heppnir að hafa sem þjálfara og leiðbeinanda Jóhann Jóhannesson á þessum ár- um. Hann var mjög samvizkusamur og hafði góð áhrif á okkur strákana. Hann hélt hópnum vel saman, og lét sig aldrei vanta á æfingar. Ár- angurinn af þessu góða starfi Jó- hanns varð svo sá, að árið 1929 unn- um við fyrsta þriðja flokks mótið fyrir Val. Ég man alltaf eftir því í úrslita- leiknxnn, að þegar leikar stóðu 2 :2, að það er sókn hjá Val og langt lið- ið á leik, ég var þá framspilari og fæ knöttinn fyrir markið, hann lend- ir í hnénu á mér og þaðan „flott“ í markið! Þetta var sannarlega kær- kominn sigur fyrir okkur strákana og félagið. Á þessum árum var ég sendill hjá Axel Gunnarssyni, og virtist mér sem hann væri: formaður, gjaldkeri og sá maðurinn sem mest hvíldi á í Val. Hermann Hermannsson á aðeins eftir að „fara höndum um“ vin sinn! I þriðja flokki lék ég yfirleitt ekki i marki, nema ef nauðsyn krafði, mér þótti meira gaman að leika úti á vellinum, og þá helzt í framlín- unni. Við höfðum ágætan mark- mann þar sem var Pálmar Valdi- marsson. Það er ekki fyrr en í örum flokki að ég fer að stunda markið og æfa það að verulegu ráði. Fyrsta leikinn með meistaraflokki leik ég svo 1932, og svo kem ég inn þegar Jón Kristbjörasson slasaðist í úrslitaleiknum 1933, og má segja að ég hafi verið síðan fastur þar til árs- ins 1950, og leikið flestalla leiki Vals i þessi 18 ár. Eftir það lék ég svona leik og leik þegar vantaði mann, og síðast í sumar lék ég með FH í 2. deildinni og einnig með sama félagi, áSamt Alhert Guðmundssyni og fleiri lánsmönnum, móti unglinga- landsliðinu. Nú fer maður víst að hætta þessu. Ég vil skjóta þvi hér inn, að koma þýzka markvarðarins og kennarans Fritz Buchloh hafði mikil áhrif á þroska minn sem markmanns, og gjörbreytti hann leik minum, og það sama segir Evald Berndsen um áhrif Buchloh á sig. Buchloh var á þeim timum einn bezti markmaður Evr- ópu. MINNISVERÐUSTU ATVIK OG LEIKIR Hermann sagði að margs væri að minnast frá þessu tímabili, en ef ég á að nefna minnisverðustu leikina, heldur hann áfram, þá kemur fyrst i hugann leikur úrvals úr Reykjavík við úrvalslið frá Þýzkalandi, sem endaði 2:1, og kom sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins. eÞtta var að vísu varnarleikur af hálfu íslenzka liðsins, en hann var svo skipulags- lega vel framkvæmdur að Þjóðverj- ar komust í rauninni aldrei inn á vítateig, og þau skot sem komu að marki voru yfirleitt öll langt að og átti ég ekki svo erfitt með að taka þau, nema þessi tvö, og mátti þó engu muna með það síðara. Þá er mér minnistæður leikur Vals við Þjóðverjana, sem komu hingað 1938, og varð þá jafntefli 1 : 1, og kom það öllum á óvart, og var þar ekki um vamarleik að ræða, þar skiptustá áhlaup. Þetta þýzka lið var úrvalslið skipað mjög góðum mönnum. Þá verður lengi minnzt úrslita- leiksins í Islandsmótinu 1938, þegar Valur og KR áttust við. Aðeins eru tæpar tvær mínútur til leiksloka og leikar standa 4 : 2 fyrir KR. KR verð- ur að sigra til þess að hafa fleiri stig, en Val nægir jafntefli. Menn voru farnir að tínast út af vellinum, úrslitin voru auðsæ. Það fréttist einnig að KR-ingar hefðu verið bún- ir að panta sigurkaffi fyrir sina menn, veit þó ekki með vissu hvort það er satt. En hvað um það, þegar eftir var rúmlega ein og hálf mínúta gera Valmenn hörkuáhlaup, þar sem þeir leika saman í gegnum vöm KR. Við

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.