Valsblaðið - 24.12.1964, Page 23

Valsblaðið - 24.12.1964, Page 23
VALSBLAÐIÐ 21 Séra Friðrik segir frá: „Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóa“ Þegar ég var smali á Síðu í Refa- sveit, þorskaðist ég mikið við bók- lestur, og þar barst mér í hendur i'yrsta náttúrufræðibókin, sem ég kynntist. Þetta var þýðing úr dönsku. Bókin hét Náttúruskoðar- inn. Ég las hana í þaula. Næst kom kvæðið Njóla, eftir Bjöm Gunn- laugsson hinn mikla speking, en lýs- ingamar í Njólu vom svo áhrifa- miklar og orkuðu svo mjög á mig, að mig langaði til að deyja og sjá þær dásemdir, sem biðu min. Mikið braut ég heilann um það, hvemig hnettir himingeimsins gætu verið blóðkom í æðum drottins. . . . Síðan komu Mynstershugvekjur, sem ég las af kappi. Þær höfðu svo mikil áhrif á mig að mér vöknaði um augu, og þó gætir engrar sérstakrar viðkvæmni í þeim hugvekjum. Þá var ég níu ára. Hvað vakti þá viðkvæmni þína? Þegar ég þroskaðist, varð mér ljóst, að málið á þessum hugvekjum var svo hrífandi, svo heillandi, að þær em engum þeirra tima guðs- orðabókum líkar. Þorgeir Guðmunds- son prestur í Glólundi þýddi hug- vekjur þessar úr dönsku, en vinur hans Jónas Hallgiámsson, var hans aðalleiðbeinandi — og eru þær því með öðmm blæ en aðrar guðsorða- bækur frá þeirri tíð, sem vom ritað- ar á misjöfnu máli, svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Páll Melsted sögu- kennari sagði mér seinna, að hann hefði að einhverju leyti lagt hönd að þýðingunni. Þegar ég lít yfir þann bókakost, sem ég komst yfir í ungdæmi mínu og hafði dálæti á, er furðulegt til þess að hugsa, hve mikið þar var tiltölulega góðra bóka og lærdóms- ríkra. I fyrsta lagi var það að sjálf- sögðu Biblían sjálf, sem ég las í ung- dæmi mínu. Ég las hana af áfergju og fékk þar mikið veganesti, sem ég hafði, er út i lifið kom. Njálu las ég snemma. Ég fékk hana hjá Jóni bónda í Stóradal og las ég úr Njálu á kvöldvökunni fyrir heimilisfólkið í Stóradal og kynntist þá náið öllu söguefninu. Siðan komu þjóðsögur Jóns Ámasonar, sem urðu yndi mitt og eftirlæti, en ein tilþrifamesta bók- in, sem ég las á þeim ámm, var Goðafræði Grikkja og Rómverja eftir Stoll. Og um sama leyti náði ég af hendingu i Ulionskviðu -— þýðing- una eftir Sveinbjörn Egilsson. Á þessrnn þroskaárum mínum eignaðist ég m. a. ljóðperlumar, sem birtust í kvæðabókunum Snót og Svanhvít. Svo það var ekkert msl, sem ég hafði með höndum á þessum árum. Hverjar ástæður heldur þú að hafi orðið til þess, að þú hefur náð svo háum aldri? Ég hef óneitanlega alltaf verið lieilsugóður, því allan tímann frá því 27. apríl 1893 hef ég aldrei verið svo lasinn, að ég liafi legið rúmfastur. Þetta var stúdentsárið mitt. Þessari heilsu hef ég haldið, enda þótt ég hafi forðast allar heilsusamlegar lífs- reglur. Oft missti ég t. d. svefn lieil- ar nætur. Ég kærði mig þá ekki um að sofa, og mér leið meira að segja hvað bezt. eftir slík missvefni. Þannig röbbuðum við saman eins og jafnaldrar, hinn 87 ára öldungur og ég, fram eftir deginum, og við hefðum getað haldið áfram til kvölds, ef ég hefði ekki liaft öðmm störfum að sinna. Öðm að sinna — ef til vill felst eitthvað af töfrum séra Friðriks og líkamshreysti í þvi, að hann hafði aldrei, þegar lífið færði honum við- fangsefni, vikið þeim á bug sakir þess, að hann teldi sig hafa öðru að sinna en þörf anda síns til að gróa og bjarga viðkvæmum vorgróðri, sem ella hefði verið ofurseldur kali og orðið gróðurreitur arfa og brenni- netla. Valtýr Stefánsson ritstjóri. Aðalfundur Handknattleiks- deildar Vals 211. sept. 1964 Formaður, Þórarinn Eyþórsson, setti fundinn og las skýrslu stjómar- innar, sem var hin ýtarlegasta. (Er útdráttur úr henni annars staðar í blaðinu). Urðu nokkrar umræður um skýrsluna, og sérstaklega kom fram þakklæti til Þórarins Eyþórs- onar fyrir hans frábæra starf í þágu deildarinnar. Fundarstjóri var kjörinn Páll Guðnason og fundarritari Ása Krist- jánsdóttir. Rætt var um fundahald fyrir vngra fólkið í deildinni og talið nauðsynlegt að hafa meira af slíkum fundrnn, og til þess mælzt að næsta stjóm athugaði það mál. Rætt var um fjármál deildarinn- ar og æfingagjöld félagsmanna. Á fundinum kom fram mikill á- hugi fyrir félagsstarfinu, og sem ein- kenndi þá samheldni sem ríkjandi er í deildinni. Einar Bjömsson flutti þar nokkur ávarpsorð, þar sem hann tók undir hvatningar manna um það að búa sig sem bezt undir leiki og keppni. Að lokum óskaði hami stjórninni og leikmönnum allra heilla á komandi ári og vonaði að einkunnarorð okk- ar vrðu: Valur í fremstu röð. Stjómarkosning fór þannig: Þórar- inn Eyþórsson einróma endurkjörinn formaður. Meðs tj ómendur: Róbert Jónsson, Jón Kristjánsson, Ása Kristjánsdóttir og Karl Sigurðsson. Varastjórn: Hermann Gunnarsson, Finnbogi Pálsson og Guðbjörg Áma- dóttir.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.