Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 25

Valsblaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 25
VALSBLAÐIÐ 23 leyst út með gjöfum, hverjum marrni gefin skeið til minnis um leikinn og félaginu fánastöng með norska fán- anum. Afhenti okkur gjafimar Reid- ar Sörensen, sem er mörgum Vals- mönnrnn að góðu kunnur. Hefur hann átt sinn þátt i þvi að koma á samböndum milli Vals og norskra íþróttafélega, sem ávallt hefur vel til tekizt. Er Reidar sannkallaður amhassador Vals í Noregi. Næsti leikur var leikinn í Sör- skogbvgda móti samnefndu félagi. Má segja að þama hafi verið skemmtilegasti leikur fararinnar, og sá leikur, sem ég hefi beztan séð hjá kvennaliðum. Sörskogbygda er eitt sterkasta liðið í Noregi og var komið í fjögurra liða úrslit um Noregs- meistaratitilinn. Leikurinn fór fram á sandvelli, sem var mjög góður. Áhorfendur voru um 400, enda gott veður þó sólar nyti ekki. Leikurinn byrjaði strax með mikl- um hraða og var spil norsku stúlkn- anna allt miklu öruggara framan af. Komust þær fljótt yfir og eftir 1 : 4, 3:8 og 6 : 12 í hálfleik leið okkur ekkert sérstaklega vel Valsmönnun- um á áhorfendabekkjunum. I seinni hálfleik lék liðið hinsvegar mun ár- angursríkara, með ágætu linuspili og ömggum leik í sókninni. Saxaðist nú á forskot Sörskogbygda og 4 mínút- um fyrir leikslok var staðan 12 : 13, en á síðustu mínútunum fáum við 3 mörk á okkur, öll úr vítakasti. Leik leiknum þannig 16 : 12, sem verður að teljast mjög sanngjöm úr- slit. Að leik loknum var okkur haldið kaffihófi, þar sem hverju okkar var gefinn blómavasi með áletrun frá Sörskogbygda. Þó lika tæki á kvöld- ið var samt haldið áfram að dekra við okkur og var nú farið niður til Elverum og okkur haldið kveðjuhóf. Var þar hin mesta skemmtun og þótti staðurinn, sem var búinn gam- aldags húsgögnvun, sérstaklega skemmtilegur. Þama var dansða, hlegið og masað milli þess sem við þáðum evitingar þeirra Elverum- manna. Á fimmtudegi, áður en lagt var af stað til næsta áfangastaðar, Kongs- vinger, voru leiknir tveir leikir A- og B-lið við Erverum-stúlkumar á as- faltvelli þeirra. Leikirnir vom stúlk- unum okkar ekki erfiðir, enda ekki mikil áherzla lögð á kvennahand- knattleik í Elvemm. Vann A-liðið 16:4 og B-liðið 11 : 3. Þótti stúlkunum gaman að leika þarna, því veðrið var ágætt og eins var þetta fyrsti leikur þeirra á as- faltvelli. Þegar leikjunum lauk fómm við beint á járnbrautarstöðina, kvödd- um vini okkar og héldinn til Kongs- vinger. Þangað var komið á fimmtudags- kvöld og búið þar á farfuglaheimili fram á laugardag. Ekkert markvert gerðist þarna utan þess að töframað- ur, sem var samtímis okkur á far- fuglaheimilinu, hafði hálf tíma pró- gramm fyrir okkur og stúlkumar ruku allar til og keyptu sér norskar peysur. Var þess nú vandlega gætt að engin peysan væri eins. Á föstudegi fómm við svo til Brandval og lékum þar einn leik. Noregsfarar Vals í sumar. Þær vöktu athygli meðal frænda vorra Norð manna í þessum klæðilega búningi. Sömuleiðis fyrir frjálsmannlega og íþróttamannlega framkomu og glað værð.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.