Valsblaðið - 24.12.1964, Page 34

Valsblaðið - 24.12.1964, Page 34
32 VALSBLAÐIÐ landa sinna er hann ekki einungis „konungurinn“, heldur líka pérola negra, „svarta perlan“ og A novi- dade, „nýungin“, af því að í hverj- um einasta leik svo að segja sýnir hann á sér enn nýja hhð. 1 hverri viku ljómar glaðlegt andlit hans framan í Brazilíumenn af síðum íþróttablaðanna og á litið eitt hása rödd hans í útvarpinu eftir stórleik- ina er hlýtt með meiri andagt held- ur en þegar forsetinn ávarpar þegna sína á hátíðlegum stundum. Síðastliðin fjögur ár hefur Pelé nú verið einmitt það, sem de Brito eitt sinn spáði honum: Mesti knatt- spyrnumaður heimsins. Við skulum lita á þátt hans í leiknum við portú- galska liðið Benefica í heimsmeist- arakeppni félagaliða 1962, og er það þó eigi skipað neintun liðleskjum. 1 örhröðu upphlaupi kom knötturinn skáhallt fyrir markið, en hafði þá stefnu að Pelé náði ekki að spyrna til hans. 1 stað þess fleygði hann sér og skallaði knöttinn í láréttri stöðu af þvilíkum krafti að hæði knött.ur- inn og hann lágu flæktir í netinu. Síðar í sama leik einlék Pelé með knöttinn langt úti á hægri hlið vall- arins. Sjálfur var hann að þvi er virtist í vonlausri stöðu, en Pelé sendi knöttinn fyrir tæmar á sam- herja, sem ekki þurfti annað en rúlla honxnn inn fyrir límma. Sjálfur skor- aði Pelé þrjú mörk í þessum leik, og hin tvö, sem skomð vom beint úr sendingum frá Pelé, færði Santos sigurinn, 5 :2. „Þáttur Pelé í þess- rnn leik er hið einstæðasta afrek eins manns, sem nokkin- maður hefur fengið tækifæri til þess að sjá“, sagði brezki knattspymusérfræðingurinn Brian Glanville. AUÐUR OG ÆRA Atvinnuknattspymumenn em harðleiknir mjög. Vegna þeirrar hættu, sem Pelé skapar mótherjum sínum með snilli sinni, hefur hann heldur ekki farið varhluta af því. Hann heftn- oft meiðzt og stundmn allalvarlega. Komið hefur fyrir að hann hefur þurft að fá kvalastill- andi sprautur til þess að þurfa ekki að yfirgefa leikvanginn. Eitt sinn kom það fyrir á ferðalagi Santos í Mexíkó, að Pelé varð að leika með annan handlegginn í fatli. I barnslegri gleði sinni hleypur Pelé í faðm hins sterka og fræga bakvarðar Nilton San- tos, kúrir sig að hálsi hans og grætur. Heimsmeistari aðeins 17 ára gamall. Knattspyrnan hefur ekki einungis fært Pelé mikla frægð, heldur einnig mikil auðæfi. Fyrir fáum árum átti Pelé varla fyrir salti í graut, en í dag er hann einn af efnuðustu íþróttamönninn heims. Árið 1960 endumýjaði hann samning sinn við Santos. Fyrir undirskriftina eina fékk hann eina milljón króna, ein- býlishús með öllum þægindum og bifreið. Hann hefur fest fé sitt í fasteignum og hann á hlut í mörg- um fyrirtækjum. Enda þótt hann sé milljónamæringur, lifir hann fá- breyttu lífi í félagsskap yngra bróð- ur síns Zoca, sem einnig leikur með Santos. Hann hefur gefið foreldrum sínum fallegt hús og sendir þeim mánaðarlega álitlega peningaupp- hæð. Hann á mörg íbúðarhús í fæð- ingarbæ sínum og leigir þau út. Til marks um hjartalagið má nefna, að fátækustu fjölskyldumar lætur hann enga húsaleigu greiða. Hinir mörgu aðdáendur gera Pelé stundum lífið leitt, en hann er hæ- verskur og lætur enga frægð stíga sér til höfuðs. Hann hefur sterka trú á því, að fordæmi hans hafi djúp áhrif á böm og unglinga, og á því er heldur ekki minnsti vafi. Hann hvorki reykir né drekkur. Hann fæst aldrei til þess að leyfa að nafn hans sé notað í auglýsingaskyni fyrir vindlinga né áfenga drykki, jafnvel ekki þótt miklir pexnngar séu í boði. Þegar félagar hans skáluðu í kampa- víni fyrir sigrinum 1962, drakk Pelé einungis vatn. Einasti veikleiki hans em bifreiðar. Eins og stendur á hann bara fjórar, en faðir hans hefur feng- ið eina þeirra til rnnráða og bróðir hans aðra. Atvinnuknattspyma slítur mönn- um hratt og Pelé er sér þess vel með- vitandi, að að þvi kemur að hann verður að hætta. „Ég veit ósköp vel, að einn góðan veðurdag verð ég bú- inn að vera sem knattspymumaður, og ég er þegar farinn að búa mig undir þann dag, þegar ég verð réttur og sléttur Edson Arantes do Nasci- mento“, segir hann. Enginn veit ennþá, hvenær sá dag- ur kemur. Samningur Pelé við San- tos rennur út 1966, og sama ár fer fram heimsmeistarakeppni í knatt- spymu. Vinni Brazilíumenn einu sinni enn, verður það „hat-trick“, og þá hafa þeir unnið hinn eftirsótta verðlaunagrip til eignar. Pelé er far- inn að tala um að hætta, kvænast og gæta fyrirtækja sinna. Hver ein- asti knattspymuunnandi í Brazilíu, og þeir eru margir, biðja þess í huga sínum að Pelé láti ekki af þessu verða. Svo mikið er víst, að þegar hann hverfur af leikvanginum, verð- ur þjóðarsorg þar í landi. Pelé stendur nú á hátindi frægð- ar sinnar, tuttugu og fjögurra ára gamall. Betur hefin- frægð hans aldrei orðið lýðum ljós, heldur en þegar hertoginn af Edinborg fyrir heimsókn sína til Brazilíu árið 1962 bar fram sérstakar óskir um að fá að sjá Pelé leika og eiga viðtal við hann. Þessi ósk setti utanríkisráðherra

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.