Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 34

Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 34
32 VALSBLAÐIÐ félag var á Vesturgötunni sem kallaði sig Héðinn og var skipuleg samvinna milli félaganna, þar sem var efnt til keppni bæði vor og haust, og keppt um lítinn bik- ar. Annars var piltum þessum fátt óviðkomandi hvað snerti íþróttir. Má segja að við höfum verið nokkurskonar bergmál af því sem fram var að fara í bæn- um á hverjum tíma. Þegar frjáls- íþróttamót var á Iþróttavellinum fór hópurinn þangað, og þegar heim var komið, var hafizt handa um að búa sig undir að keppa í þeim greinum, sem keppt var í á Vellinum. Þegar glímumót eru haldin, vor- um við þar, og svo þegar á eftir var svo auðvitað glímumót á Eólu- túninu, og gengu slík mót oft skemmtilega til, en ekki vil ég full- yrða að allir hafi farið með heilar buxur heim að kveldi! Þá hrifu langhlaupin okkar ekki síður en annað og auðvitað urðum við að eiga okkar hlaup ámóta og Víða- vangshlaupið. Við efndum til Grandahlaups, og þurfti það ekki alltaf mikinnundir- búning. Það þurfti oft ekki annað en að einhver í hópnum segði: Eig- um við ekki að hlaupa Granda- hlaup núna, og allir af stað! Magnús Ingimundarson, trésmíða- meistari varð frægasti Granda- hlauparinn. Hjólreiðar voru líka eftirlætisíþrótt okkar, og þar var Sigurður Halldórsson (hjá Har- aldi) methafinn. Ekki má gleyma að geta grísk- rómversku glímunnar. Við höfðum séð hana og fannst hún tilvalin, þar voru átök við hæfi okkar. En hver átti að æfa? Góð ráð voru dýr. Eldhúsgólfið heima var heppi- leg stærð, og þá semjum við við pabba og mömmu að mega nota það þegar búið væri að borða á kvöldin. Tókust samningar og þá var hafizt handa um að sauma dýnu sem var horn í horn í eldhúsinu. Til þess að flýta fyrir því að hægt væri að byrja, tókum við þátt í uppvaskinu, og svo var tekið til og haldið út í nærri 2 tíma. Voru það 8—10 ára strákar, sem lögðu stund á æfingarnar og var oft glatt á hjalla og átök hörð! Dansað og teflt á Rólutúninu. Það kom líka oft fyrir að mikil taflmót fóru fram á Rólutúninu á sunnudögum, þegar gott veður var á sumrin, og þá sérstaklega eftir að taflmót höfðu verið hér í bæn- um. Var þá teflt á mörgum borð- um. Mun það hafa verið dálítið sérkennileg sjón að sjá tvo og tvo drengi sitjandi eða húkandi yfir taflborðum, sem komið var fyrir á túninu hér og þar; hljóðlátir og lausir við öll ærsl. Við urðum að krýna okkar taflkóng! Og úr þess- um hópi komu síðar margir ágætir taflmenn. Eg minnist einnig að eitt haustið, eftir að við vorum flestir komnir á dansaldurinn, fundum við upp á því að æfa dans á Rólutúninu á kvöldin í góðu veðri, og þar var heldur fjölmennt af stúlkum og piltum. Og þótt dansgólfið væri ekki sem sléttast, var ekki um það fengizt, við döns- uðum með sízt minni áhuga og ánægju en gert er í Glaumbæ eða Klúbbnum, eða hvað þau nú heita öll danshúsin í borginni í dag. Við vorum líka svo heppin að fullorðna fólkið skildi okkur og kom til móts viðokkur.Ágæturharmóniku- leikari, Valtýr Karvelsson að nafni, kom á hverju kvöldi og lék fyrir dansinum. Gróa móðir Sigur- jóns Péturssonar, síðar mark- manns í KR kenndi honum að dansa marsurka og síðan kenndi hann okkur, og þar með var þessi skemmtilegi dans endurvakinn. Þá þótti okkur ekki lítið varið í þegar Sveinn Þórðarson, (bankagjald- keri), kom til okkar og kenndi okkur „Lanciér", mjög skemmti- legan dans. Það má því segja, að Rólutúnið hafi verið fé- lagsheimili okkar á þessum ár- um. Skemmtanalíf var ekki mik- ið í þá daga, og auraráð unglinga ekki mikil, svo við urðum að hjálpa okkur sjálf eftir því sem bezt gekk. Aðalskemmtunin var að fara í KFUM og hlusta á sr. Friðrik Friðriksson á sunnudögum, þegar hann var að þýða og lesa upp Tarzan. Aðsóknin var svo mikil að við urðum að fara af stað klukku- stund áður en fundurinn hófst til þess að ná í þokkalegan stað í hús- inu, og var þá komin margföld bið- röð. Þessi ár hefðu sannarlega mátt vera lengri, en tímans rás er ekki svo gott að stöðva, og þetta skemmtilega skeið er liðið og eftir er aðeins minningin. Baldur leggst niður og Héðinn um sama leyti. Héðinsmenn voru raunar allir í KR líka, en ekki nærri allir Baldursmenn. Má segja að þetta hafi verið forleikurinn að knattspyrnuferli mínum í KR, sem varð upp undir 20 ár. Bardagar með sverðum og lag- vopnum milli Austur- og Vestur- bæjar. Áður en við sleppum þessum æskudögum er ekki úr vegi að drepa svolítið á mál, sem oft hefur verið á minnzt, en sem ég held að hafi verið heldur orðum aukið, en það voru bardagar milli stráka úr Austur- og Vesturbæ. Ég vil þó geta þess að hin raunverulegu „landamæri“ milli bæjarhlutanna voru þar sem Garðastræti er nú, ekki Lækjargatan, eins og oft er haldið fram. I miðbænum og með Suður- og Tjarnargötu var alveg áhrifasvæði Víkings, og var þar naumast aðra að finna, sem höfðu knattspyrnuhagsmuna að gæta. Ég minnist þó orustu, sem átti sér stað á svokölluðu Geirstúni fyrir vestan, þar sem Garðastræti er nú. Var þar samankominn hóp- ur Vesturbæjarstráka, og höfðu í höndum alvæpni, sem voru aðal- lega spýtur alllangar. Mun Austur- bæingum hafa borizt fregn um að þar væri saman kominn álitlegur hópur, og munu þeir hafa hugsað sér að leggja til atlögu við þá. Vit- um við ekki fyrr til en ískyggilega stór hópur stráka kemur upp Grjótaþorpið. Fara þeir laumulega og fikra sig framhj á húsum þar og láta þau skýla sér sem þeir mega. Þegar þeir komu upp fyrir Grjóta- þorpið, þéttist hópurinn, og var ekki árennilegur á að líta! Margir höfðu alllangar spýtur og lagvopn. Aðrir höfðu fengið sér pjátursverð, sem voru hin glæsi- legustu og blikaði á þau fagurlega, en það var varla nema að sýnast, því þau dugðu illa þegar á hólm- inn kom og bognuðu og ónýttust við fyrstu högg. Mig minnir að fyrir þeim Aust-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.