Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 29
VALSBLAÐIÐ
27
Einar Bjömsson:
FRlMANN HELGASON
SEXTUGUR
VALUR hefur á umliðnum ára-
tugum, já, allt frá því að hann
var stofnaður, átt því láni að
fagna, að eiga margt góðra fé-
laga, bæði í leik og starfi, nema
hvorttveggja sé.
Það fer ekki milli mála þó að
ýmsir þeir, sem gerðu garðinn hvað
frægastan á áratugnum 1930—40
hafi að vísu borizt burt með tím-
ans straumi, eins og gengur, eru
margir þeirra enn starfandi og í
fullu félagslegu fjöri, og láta
hvorki aldur né annað letja sig í
störfum fyrir félagið. Já, og sum-
ir þeirra eru enn í hópi þeirra
vökumanna, sem hvað bezt standa
vörð um hugsjón félagsins og
íþróttanna í heild, með þeirri
starfsorku og áhugans eldi í sál
og sinni, sem sýnilega aldrei dvín,
fyrr en yfir lýkur.
I hópi þessara eldhuga Vals
er Frímann Helgason, já og í
fremsta fylkingararmi. Hann hef-
ur farið fyrir liðinu um áratugi í
leik, í keppni og félagslegri upp-
byggingu. Rúmlega tvítugur, ná-
ar 22 ára, haslar hann sér völl
undir merki Vals, og trúr og
traustur hefur hann staðið vörð
undir því merki síðan.
Það sýndi sig fljótlega að í Frí-
manni hafði Valur eignazt, ekki
aðeins glæsilegan og þróttmikinn
leikmann, sem meistaraflokki var
mikill styrkur að, heldur og aðsóps-
mikinn hæfileikamann á sviði fé-
lagsmálanna, er stundir liðu fram.
Forystumann, sem félagarnir
virtu og mátu mikils vegna dugn-
aðar, traustleika og réttsýni í hví-
vetna. Það þarf heldur ekki lengi,
en ljóst hverjum í einni sjónhend-
ing, að virða Frímann fyrir sér,
Frímann Helgason við ritvélina.