Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 70

Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 70
68 VALSBLAÐIÐ Hve brjóstin þeirra bifast ótt ef baráttan af kappi er sótt, þá hristast litlar hendur tvær og hjartað örar slær. — En þá er hrópað: Maggi minn, hvað meinar litli kubburinn"!? En ekkert finnst þeim á við spark ef af því gæti hlotizt mark, því þá fer gleðin geisla-skær að glampa í kringum þær. En Kærnesteð með kaldri ró, sá kann að nota hægri skó! Og víst er þeirra von og þrá að Valur verði ofaná, og leikur þeirra hljóti happ við hugans mikla kapp. — Já: Nú var Tubbi til í slark; hann tók á rás og skaut á mark! Það kvað við óp ög ástarhót, en annars vegar ragn og blót, því boltinn þaut í netið nett og nú var markið sett!! — En Egill sýndi ekkert hik og eins og píla komst á strik! Og yndisglampi úr augum skein og yngismeyjan há og hrein þar hoppaði upp og höndum sló. — Nú hafði hún fengið nóg! Og skot frá Lolla litla söng, en lenti fyrir utan stöng. — Svo kvað við blístran hvell og há og kveisan var nú liðin hjá! — Já, húrra krakki, Valur vann! Ég veðjaði á hann. — Og heim við göngum glöð og kát því gamli K.R. — hann varð mát! Guðm. Valur Sigurðsson. ot&tVtotvtoto. SÖGULEGUR ÖRSLITALEIKUR - Framh. af bis. ts. knöttinn, þegar dómarinn flautar til leiks á ný, nema hann komi til að sjá verksummerkin. Eftir dá- lítið þjark og rifrildi hefst leikur- inn á ný, er dómarinn hafði sótt knöttinn í markið. Hvorugu liðinu tekst að skora það sem eftir er leiksins og dóm- arinn innsiglar sigur Skagamanna með því að flauta leikinn af. Að leik loknum afhendir Sigur- jón Jónsson form. KSl, Ríkharði, Islandsbikarinn og áhorfendur hylla sigurvegarana. Þannig lauk þessari viðureign á Melavellinum í það skiptið. En sagan er ekki öll sögð enn- þá. Strax að leik loknum hópuð- ust menn saman og deildu ákaft um síðasta mark leiksins. Sýnd- ist þar sitt hverjum, eins og ger- ist og gengur, um hvora leiðina knötturinn hafi farið í markið. — Þegar dagblöðin komu út á þriðju- deginum eftir kom í ljós að þau voru ekki sammála heldur. Við skulum að lokum heyra hvað dóm- arinn og nokkrir leikmenn höfðu um þetta atvik að segja. Dómarinn, Guðjón Einarsson, sagði: ,,Ég athugaði marknetið áð- ur en leikurinn hófst og það var þá alveg heilt. Hvernig það hefur rifnað, er erfitt að geta sér til um. Línuvörður gerði enga athuga- semd við síðasta mark Akurnesinga og sjálfur sá ég ekki betur en að það væri löglega skorað." Helgi Daníelsson, markvörður Vals, sagði m. a: „Ég misreiknaði ekki knöttinn, sem Akurnesingar fengu sigurmark sitt úr. Ég sá að hann fór yfir þverslána." Ríkharður Jónsson, fyrirliði Ak- urnesinga, sagði m. a.: „Ég full- yrði, að síðasta mark okkar var al- gjörlega löglega skorað, enda hafði ég góða aðstöðu til að fylgjast með því.“ Einar Halldórsson, fyrirliði Vals, sagði m. a.: „Ég er viss um að síðasta markið var ólöglegt. — Knötturinn féll næstum beint niður úr talsverðri hæð og vegna þess hve þungur hann var vegna rigningarinnar reif hann einn möskvann á netinu. Á engan ann- an hátt hefur netið rifnað.“ Já það sýndist svo sannarlega sitt hverjum. En eitt er víst, að úr því fæst aldrei skorið, hvort markið var löglegt eða ekki. — Mikið var rætt og ritað um þetta mark og deilur oft harðvítugar. Netið varð meira að segja svo frægt, að eitt blaðið stakk upp á því, að gatið yrði skorið úr netinu og geymt á safni ! ! ! Tilgangur minn með því að rifja upp þennan leik, er ekki sá að vekja um hann deilur á nýjan leik, enda hygg ég að allir hafi sætt sig við orðinn hlut. En hitt er, að leik- urinn er mér minnisstæðastur flestra leikj a, sem ég hef leikið um ævina. Og eru það ekki einmitt hin mörgu óvæntu atvik, sem gera knattspyrnuna jafn vinsæla og raun ber vitni, jafnt fyrir leikmenn sem áhorfendur. — Hdan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.