Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 48

Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 48
46 VALSBLAÐIÐ Hér skorar Valur fyrsta mark sitt í keppni þessari, og eru þó margir til varnar. 83 mínúturnar, en þrátt fyrir það hefði sigur verið mögulegur. — Bæði liðin léku eftir 4:2:4 leik- aðferðinni, en frá byrjun sýndi það sig að Jeunesse var of taugaspennt og náði ekki saman. Snemma í leiknum urðu þeir 1:0 undir, og verkaði það sem kalt steypubað fyrir þá, en Valur fékk uppörvun, og gerði vörn Jeunesse erfitt fyrir. — Franski dómarinn varð hvað eftir annað að grípa til vasabókarinnar vegna hörku Is- lendinganna. Góður möguleiki til að jafna varð að engu, þar sem línuvörðurinn tilkynnti að leikbrot hefði átt sér stað rétt áður en mark var skorað. Mark á þessum tíma hefði getað breytt gangi leiksins, og þetta fór í taugar leikmanna Jeunesse. Sérstaklega urðu margar opnur í vörninni, og framherjar mót- herjanna fengu of mikið rými til að athafna sig á, þannig var líka þegar Valur skoraði annað mark- ið, að tveir Valsmenn stóðu algjör- lega fríir. Framverðir Jeunesse léku lakar en venjulega, og vant- aði þannig alla nauðsynlega aðstoð við sóknina. Þegar Hnatow skor- aði, höfðum við fulla ástæðu til að vona að nú tækist að jafna, og þúsundirnar af áhorfendabekkjun- um hvöttu Jeunesse til þess. Nú sóttu okkar menn af öllum mætti, en að okkar áliti var sóknin yfir- drifin, því að aðeins tveir önnuð- ust vörnina. Um þetta má deila, og eftir á er auðvelt að finna að. Afleiðingin af þessu varð sú að hinum slungna Jónssyni tókst að skora þriðja markið. Á endasprett- inum óx Jeunesse ásmegin, og tókst á allra síðustu mínútunum að jafna. — Áhorfendur yfirgáfu völlinn óánægðir. Nánar um gang leiksins: Þegar á annari mínútu leiksins hefði það getað orðið 1:0 Jeunesse í vil, þeg- ar De Genova sendi fyrir markið og Dagsson markvörður rann til og knötturinn straukst við stöng- ina. Tveim mínútum síðar skaut Taglíatesta á mark aftur fyrir sig og varði Dagsson glæsilega. Njáls- son braut illilega á Taglíatesta, sem varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Stuttu síðar lék vinstri útherji Jónsson (sem vafalaust er bezti maður liðsins), á vörn Jeun- esse, og skaut framhjá markverð- inum, sem enga tilraun gerði til að verja. Eftir þetta mark Vals komst vörn Jeunesse út úr öllu skipulagi, rangar sendingar sáust hvað eftir annað, og það var auð- séð að vörn Jeunesse átti slæman dag. Þannig er það skiljanlegt að það var ekki fyrr en á 25. mínútu að Jeunesse tókst að halda uppi sókn og skora, sem þó var ekki viðurkennt vegna leikbrots rétt áð- ur. Mínútu síðar ver Dagsson frá- bærlega í horn eftir aukaspyrnu. Eftir að Jónsson og Gíslason höfðu verið áminntir, skorar Gunnars- son á 35. mínútu annað mark Vals, enda óvaldaður. Heimamenn voru nú hálfniður- brotnir, og léku til loka hálfleiks- ins langt undir getu. Eftir leikhlé var Jeunesse gjör- breytt lið, og þrátt fyrir það að þeir voru einum færri, þá réðu þeir gangi leiksins, einnig náðu þeir tveim góðum marktækifærum, sem ekkert varð þó úr. Þessir yfirburð- ir í sókn enduðu með marki, sem Hnatow skoraði á 56. mín. leiksins 2:1. Sóknin hélt áfram og áhorfend- ur bjuggust við sigri. Vinstri bak- vörður Vals, Friðþjófsson bjargar tvisvar á línu. En á 64. mín kom svo hið kalda steypibað. Gunnars- son hafði þotið fram vinstra meg- in, og sending hans til Jónssonar, sem var óvaldaður, olli honum eng- um erfiðleikum að skora. I liði Jeunesse varð vart uppgjafar, þar sem leikurinn var í rauninni tap- aður. Þrátt fyrir það mátti engu muna að bæði Hnatow og Digenova skoruðu á 68. og 72. mínútu. Þegar allir höfðu sætt sig við tap Jeun- esse, og margir áhorfenda yfirgef- ið völlin, skoraði Digenova á 86. mínútu. — Langer hafði skotið þrumuskoti að marki, en Dagsson gat varið með fætinum, en var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.