Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 26
24
VALSBLAÐIÐ
/ddeidar dddö,
orenóen
70
ara
Ef okkur í ritstjórn „Vals“ hefði
dottið í hug að Reidar Sörensen
væri að verða sjötugur, hefðum
við látið það bíða að fá hann til að
segja frá dvöl sinni hér á landi, og
sínu mikla æfintýri er hann, Miil-
ler og þeir félagar fóru yfir
Sprengisand um hávetur, en það
birtist í blaðinu í fyrra, og varð
mörgum mikið skemmtilestrarefni.
Staðreyndin er að hinn 20 okt. s.l.
átti Sörensen 70 ára afmæli. Við
sem þekkjum Sörensen og höfum
fylgzt með honum vorum ekki al-
veg sátt við þetta, okkur fannst
útlit hans ekki vitna þar um,
eldlegur áhugi hans og glögg-
skyggni á marga hluti gáfu
þetta á engan hátt til kynna. Þó
er það svo að Sörensen átti á sín-
um tíma við mikið heilsuleysi að
stríða, og vafalaust hefur þar ráð-
ið mestu, að ekki fór verr, að hann
var vel byggður, vel þjálf-
aður, lifði alla tíð reglusömu lífi,
svo og viljastyrkur hans þegar
mikið lá við.
En þrátt fyrir þetta, og svo ald-
urinn er Sörensen síungur í anda
og fátt er það, sem hann ekki fylg-
ist með og myndar sér ákveðnar og
skemmtilegar skoðanir um. Það má
koma hér fram að ég hef oft
skemmt mér konunglega við að
lesa bréfin hans, þar sem hann
rökræðir hin ólíkustu málefni, og
þá oft skemmtilega ómyrkur í
máli-
Margir sem kunnugir eru, munu
mér sammála um það, að það hafi
verið íslenzkum íþróttum mikil
heppni, þegar Sörensen ílentist
hér, fyrst sem þátttakandi og
kennari í frjálsum íþróttum í lR,
og síðar sem knattspyrnuþjálfari
í Val um nokkurt skeið, en þar
að bjuggu Valsmenn lengi.
Það var þó ekki ætlun hans að
dvelja hér langdvölum, hann ætl-
aði að vera hér aðeins í 6 mánuði,
en það urðu um 16 ár, og það er
í rauninni skemmtilegt til þess að
vita að þessi 16 ár gerðu hann að
eins miklum Islendingi, og hann
er Norðmaður, og víst er um það,
að heimili hans ber meiri keim af
Islandi en Noregi.
Að þessu sinni verður ekki rifj-
uð frekar upp lífssaga Sörensens,
eins og við Valsmenn vitum hana,
og sú þýðing sem afskipti hans
höfðu fyrir félagið, það hefur ver-
ið að því vikið áður í Valsblaðinu
og síðast í fyrra ræðir hann nokk-
uð þessi mál frá sínum bæjardyr-
um séð. Hinsvegar langar mig til
að draga fram þátt í lífi hans sem
mun flestum lítt kunnur, enda á
Sörensen það til að vera dulur og
að flíka ekki alltaf hug sínum öll-
um.
Við sem nutum þjálfunar hans
fannst hann oft geta verið harður
í horn að taka og vægðarlaus, og
kröfuharður, og mun ýmsum hafa
þótt nóg um, en þetta var aðeins
hans lífsskoðun, að „enginn yrði
óbarinn biskup“. Hver sem svikist
um í æfingu, væri að svíkja sjálf-
an sig, svíkja hann persónulega,
og Val, og það var meira en hann
þoldi.
En bak við þetta harða lundar-
far, sem okkur fannst, slær líka
viðkvæmt hjarta, þegar svo ber
undir, sem gerir manninn enn
merkilegri og ágætari en við þó
hefðum talið hann vera.
Sörensen var tregur að segja
mér söguna af drengnum sem sat
við húsdyrnar hjá honum þegar
hann eitt sinn kom heim, en það
gerðist á hernámsárum Noregs.
Drengurinn, sem hafði meðferðis
aðeins lítinn fatapinkil, bað Sören-
sen að lofa sér að vera hjá sér,
því hér vildi hann vera.
Fundum þeirra, drengsins og
hans hafði borið saman nokkru
áður á heimili mágs Sörensen, er
þeir unnu saman að kálrækt. Var
drengurinn þá aðeins 8 ára gam-
all. Féll þeim vel saman þar á bæn-
um.
Þeir voru sendir langt inn í skóg-
inn með nautpening, og annaðist
Reidar Sörensen.
Sörensen þá alla matreiðslu, og
var þetta drengnum mikið æfin-
týri.
Drengurinn hafði fagra söng-
rödd og söng hann svo undir tók
í skóginum, og vakti þessi hrokkin-
hærði glókollur hrifningu þeirra
sem á hlýddu.
Þegar þeir komu svo aftur heim
til Hamar þar sem báðir áttu
heima, heimsótti drengurinn vin
sinn daglega að kalla. Eftir nokkra
stund flytja foreldrar hans í annað
byggðarlag, og allur samgangur
hættir með þeim félögum. Líður nú
nokkur tími eða þar til á jólunum
1941, að Sörensen fær heimsókn,
og er vinur hans þá kominn aftur
og er með föt sín undir hendinni.
Hann hafði ekki góða sögu að
segja. Móðir hans hafði strokið af
heimilinu, og enginn vissi hvar
hún var niðurkomin, þetta hafði
æst hinn ólánsama föður svo upp
að hann kastaði drengnum á dyr.
Og nú hef ég engan til að vera hjá
nema þig, sagði drengurinn kjökr-
andi. Það var greinilegt, að Sören-
sen komst við er hann sagði frá
þessu, og að þessi orð drengsins
hafa náð að snerta hjarta Sören-