Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 50
48
V ALSBLAÐIÐ
Valur—Jeunesse í Luxemborg, þrír Valsmenn hafa slegið hálfhring um knöttinn:
Halldór, Samúel og Árni iðandi af fjöri og krafti. Tveir Luxemborgarar standa
fjær.
Vargas-lið það sem Valur átti að
leika við, var meistari í fyrra, en
er nú í 2—3 sæti í Ungverjalandi.
Við það bætist að 3—4 menn úr
liði Vargas leika með landsliði
Ungverja. Það voru því engir smá-
karlar, sem Valur átti að horfast
í augu við. Það kom líka fljótt í
ijós að þeir voru allmiklu betri en
Valsmenn. Hinsvegar börðust okk-
ar menn hetjulega við ofureflið,
þrátt fyrir erfiða byrjun, því eftir
5 mínútur fá þeir á sig sjálfs-
mark, en þeir létu það ekkert á sig
fá, og í hálfleik stóðu leikar 4:0.
Það merkilega var að síðustu 30
mínúturnar fengu þeir ekkert
mark.
Það má segja að liðið stæði sig
mun betur í síðari hálfleik, og þá
sérstaklega er á leikinn leið, og var
það dálítið merkilegt, og ætti að
undirstrika að þeir voru í góðri
þjálfun.
Ungverjarnir voru mjög góðir,
sérstklega voru þeir viðbragðs-
fljótir, höfðu afburða knattmeð-
ferð, og voru ósmeykir við að
skjóta.
Vafalaust hefur Valsliðið haft
svolítinn „skrekk" við þennan
stóra leikvöll og þessa 40—50 þús-
und áhorfendur.
Á eftir leikinn fórum við í
ferðalag um borgina, og skoðuðum
mannvirki og sögulegar minjar.
Víða mátti og sjá skreytingar í til-
efni af 50 ára afmæli byltingar-
innar í Rússlandi. Einnig var boð-
ið til veizlu.
Það virðist vera siður þar eystra
að láta leiki fara fram hvorn á
eftir öðrum, og svo var að þessu
sinni, en þar áttust við Real Sara-
gossa og toppliðið í Ungverjalandi,
Ferencvaros, en eftir að hann var
fyrir nokkru byrjaður, varð að af-
lýsa honum vegna þoku. Sáum við
á hreyfingum línuvarðarins á
hvaða leið knötturinn mundi vera!
en knöttinn og menn þar lengra
sáum við ekki. Var leiknum því
hætt og honum frestað.
Allmikil þoka var einnig meðan
leikur Vals og Vargas stóð yfir,
en þó ekki svo myrk sem í síðari
leiknum.
Leikur Saragossa og Ferenc-
varos fór svo fram daginn eftir kl.
1,30 og kom fjöldi áhorfenda, þótt
á þessum tíma væri. Ungverjarnir
unnu leikinn 3:0. Þetta var ákaf-
lega fjörugur og skemmtilegur
leikur. Var leikið af miklu kappi,
svo að okkur þótti nóg um, og fór
svo að Spánverja var vísað af leik-
velli fyrir handalögmál, og ekki
voru allir í heilum peysum þegar
útaf var gengið. Það kom okkur
spanskt fyrir að sjá smábendur
leikmanna hér og þar um völlinn í
hálfgerðum áflogum, og sá sem
rekinn var af leikvelli tók sér hvað
eftir annað stöðu sem hnefaleika-
maður, og ógnaði næsta manni með
tilburðum sínum!
Eg er því ekkert undrandi, þótt
það kæmi fram í ungverskum blöð-
um að Islendingarnir hefðu leikið
mjög prúðmannlega í leik sínum
við Vargas.
I þessum leik lék maður að nafni
Varga sem hægri innherji, sem ég
tel snjallasta knattspyrnumann
sem ég hef séð. I heild höfðum við
gaman af leiknum og sáum þar
góða knattspyrnu.
Eftir leikinn fórum við að „guða
á „glugga“ verzlananna, en lítið
held ég að hafi verið keypt. Verð
var svipað á venjulegum varningi
og hér heima að ég held, en vand-
aðar vörur öllu dýrari.
Síðari leikur Vals fór svo fram
í 30 þúsund manna bæ um 80 km
frá Búdapeest, Varpoloda að
nafni, og var tekið mjög vel á móti
okkur þar af bæjarstjóranum. Er
þetta námubær, sem byggzt hefur
aðallega á síðustu 15 árum, og gaf
bæjarstjórinn okkur til minja
mynd af námunni.
Leikurinn fór fram rétt eftir há-
degi, og munu hafa verið þar um
7000 áhorfendur, enda mun það
ekki daglega sem Vargas sýnir sig
á þessum stað, því lið bæjarins
leikur í þriðju deild. Leikur þessi
var mun jafnari en sá fyrri, og í
hálfleik stóðu leikar 3:0 Vargas í
vil. Síðari hálfleikur var ljómandi
vel leikinn af okkar mönnum. Leit
út fyrir að þeir hefðu greinilega
lært af Ungverjunum, knötturinn
gekk frá manni til manns. Og satt
að segja minnist ég ekki að hafa
séð eins góðan leikkafla hjá Val í
seinni tíð. Þeir áttu tvö mjög góð
tækifæri, þar sem skotin voru
meistaralega vel varin. Þeir létu nú
knöttinn velta á milli sín í hraða,
sem þeir réðu við, og notuðu menn
fyrir aftan sig ef það lokaðist fyr-
ir sóknina.
Þessi hálfleikur hefði því eins
getað endað jafn. Á eftir leikinn
var okkur boðið til veizlu, og vel
veitt. Ekki komu leikmenn Vargas
til veizlunnar og það afsakað með
því að þeir ættu að leika áríðandi
leik á sunnudag, og komumst við
því ekki í kynni við þá nema á vell-
inum.
Eins og ég áður sagði var öll