Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 53

Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 53
VALSBLAÐIÐ 51 Valur og Færeyingar fyrir leikbyrjun. sigurgöngu flokksins, það verður gert af öðrum. Eitt er það, sem mig langar til að ræða frekar hér, en það er Færeyjaförin fræga, sem flestir meðlimir Il.-flokks áttu kost á að fara í sumar. Þetta var fyrsta utanferð margra okkar, ef svo mætti segja. Ferð þessi var í alla staði mjög vel heppnuð. Sýnir það betur en margt annað hve vel hefur tekizt með allt félagslíf í Val, að enginn árekstur skyldi verða í ferðinni milli hinna tveggja svo mjög ólíku hópa, sem voru skipaðir I. og II. flokksmönnum. Á hádegi föstudaginn 22. ágúst hófst Færeyjaferðin. Við skildum við vini og vandamenn með vinsæl- um Valssöng, á meðan „Drottn- ingin“ fór frá hafnarbakkanum. Hópurinn, sem kvaddi okkur var ekki stór, en þeim mun hugheitari voru árnaðaróskir þeirra. Allir þátttakendurnir voru mættir og báru sig karlmannlega, þó von væri á suðvestan slampanda fyrir Garðskaga. Flestir voru uppi, er farið var út sundin, en er utar dró, var gengið niður og sezt að snæðingi. Allir höfðu hina beztu matarlyst a. m. k. fyrst í stað. Þó fór svo að lokum, að sjóveikispill- urnar hans Úlfars hættu að virka. Og nokkrir lögðust fyrir og not- uðu óspart bakkana. Kom þá greinilega í ljós, að raddstyrkur sumra var miklu meiri en fram kom á söngæfingum. Röddum okk- ar blandaðist raddir þýzkra nunna, sem bjuggu hinum megin við þilið. Þannig gekk það í nokkrar klukku- stundir eða þar til austur fyrir nes, þá fór aftur batnandi og hresstust flestir, nema Gunni Gunn og þær þýzku, sem kölluðu alltaf af og til „klæne koppen“, en Gunnar mátti þekkja á hinni miklu bassaröddu sinni. Fyrir þá, sem sluppu við sjóveikina, var sjóferðin hin á- nægjulegasta, nóg af öllu, en það vildi brenna við, að lítið var um afganga, er allir mættu til borðs. Þriðja pláss á Drottningunni er að vísu ekki vistlegt, en þegar um góðan félagsskap er að ræða, verða fínheitin ekki svo þýðingarmikil. Eftir tæpra tveggja sólarhringa siglingu var komið til Færeyja. Þær risu úr hafi, hömrum girtar og mikilúðlegar. Sannarlega hafa þær breytzt mikið síðan Jón Trausti sá þær, en hann lýsir þeim svona: Mót norðri þær rísa og hika ekki hót, við hretanna hvin eða sjávarins rót, því svipur og eðli og ættarmót er allt saman stórfellt og norrænt að kyni. Slík hin sömu voru hin fyrstu áhrif. sem við urðum fyrir af Fær- eyjum, er við sigldum inn Nöls- oyjarsundið til Þórshafnar, höfuð- staðar eyjanna. Klukkan 6 f.h. á öðrum degi fararinnar var lagzt að bryggju. Þar var þá mættur Martin Hólm, íþróttaleiðtogi og þingmaður, en honum áttum við eftir að kynnast betur, og reyndist hann í alla staði hinn bezti félagi. Hann bauð okkur velkomna í nafni Iþróttasambands Færeyja. Frá borði var haldið upp á hótel Perlu. Var þar drukkið kaffi, en síðan var farið með okkur á þá staði, sem við skyldum halda til á. Flestir bjuggu hjá privat fólki, en hinir á hóteli. Við, sem lentum á heimil- unum urðum hálf vonsviknir í fyrstu. Kviðum því, að málið yrði okkur Þrándur í Götu. Allar slíkar bollaleggingar urðu, sem betur fer, að engu, og má ég segja, að einmitt þessi þáttur ferðarinnar verður sumum seint gleymanlegur, enda kom það á daginn, að þeir sem mest hrósuðu happi yfir hótelvistinni í fyrstu, dauðöfunduðu hina. Það mætti margt um dvöl okkar á heimilunum segja og mörg urðu atvikin, sem þar gerðust, að næsta ótrúlegt er að fara með þau. Svo mikilli gestrisni hefur maður aldrei kynnzt. Hinni íslenzku gest- risni er viðbrugðið, en þó hugsa ég, því miður, að slíkt fyrirfinnist varla á okkar góða landi lengur. Ef maður ætti að líkja Þórshöfn við einhvern íslenzkan bæ, þá dytti manni Akureyri helzt í hug. Bæ- irnir eru að vísu ekki mjög líkir, en áhrifin verða eitthvað svipuð. Helzt gæti maður sagt að Þórs- höfn t. d. væri allt í senn, íslenzk- ur, danskur og færeyskur staður. Dönsk áhrif eru hér hvarvetna auðsæ, enda eru Færeyingar að nafni til danskt land. Danskir embættismenn skipa og margar stöður. I stíl bæjarins gætir hinna furðulegustu tilbrigða. Þar eru fallegar beinar götur með nýtízku húsum, næsta gata er svo kannske frá 18. öld, lítil hús, óhrein og óásjáleg á allan hátt. Þröng húsa- sund, öll í hlykkjum og krákustíg- um, eftir því hvernig byggt var upphaflega. Einkennilegt þótti okkur að sjá mörg hús með torf- þökum í hinni færeysku höfuð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.