Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 37
VALSBLAÐIÐ
35
lega er að ef ég fer að gera það
upp við mig, finnst mér sem hug-
ur minn sé eitthvað á þá leið, sem
sagt er um marga móðurina að
erfiðasta barnið sé henni kærast!
Valsmennirnir voru ákaflega erf-
iðir á vellinum sem mótherjar, og
við urðum oft að láta í minm pok-
ann fyrir þeim, en þegar leik lauk
voru Valsmennirnir mínir beztu
félagar, og skemmtum við okkur
oft saman, og það eftir úrslita-
leiki! Og þessi afstaða til þeirra
er sú sama enn í dag.
Ef ég minnist á einstaka leik-
menn Vals frá þessum tíma, koma
fram: Hermann Hermannsson, sem
var einn okkar allra beztu mark-
manna og vafasamt að aðrir hafi
náð lengra, maður var aldrei ör-
uggur, þótt maður væri kominn
innfyrir og við hann einan að etja.
Grímar Jónsson var fljótur og
laginn og varð maður alltaf að
gæta sín mjög fyrir honum. Frí-
mann Helgason var sterkur leik-
maður í margföldum skilningi. —
Hrólfur Benediktsson var drif-
fjöður í liðinu, áhugasamur, vak-
andi á vellinum og mjög líflegur,
og stjórnaði oft með köllum, þótt
hann væri ekki fyrirliði, Jóhannes
Bergsteinsson var góður leikmaður
og fjölhæfur, og lagði mest upp úr
því að ná samleik, og því naskur
að finna hættulegar opnur í vörn
mótherjanna. Guðmundur Sigurðs-
son var skemmtilegur mótherji,
því mitt í hita leiksins gat hann
slegið uppá glens og grín. Þá var
Gísli Kærnested eftirminnilegur
fyrir þol sitt, kraft og einbeitni.
Agnar Breiðfjörð var skemmtileg-
ur og eftirminnilegur leikmaður og
sama má segja um Hólmgeir Jóns-
son, og báðir voru þeir góðir ferða-
félagar í Færeyja-ferðinni 1930.
Ellert Sölvason var sérlega góður
útherji, og í honum var mikil
knattspyrna, og fáa hef ég séð gefa
eins góðar sendingar fyrir markið
og hann. Magnús var lipur og leik-
inn, snöggur og léttur 1 lund. Þá
má ekki gleyma Sigurði Ólafssyni,
sem alltaf var styrk stoð í vörn
Vals, alltaf í góðu skapi og einn
þeirra sem skemmtu sér í leik.
Jón Eiríksson varð fljótt mjög
leikinn með knöttinn, og kom hon-
um oftast til samherja, og vann
það nokkuð upp að hann var ekki
fljótur að sama skapi. Því miður
varð hann að hætta of flj ótt vegna
náms.
Já, sagði Þorsteinn og brosti við,
þetta voru mótherjar sem við í KR
áttum oft í brösum við, og sérstak-
lega var það vörnin, sem ekki tók
neinum vettlingatökum á okkur, og
það var sannarlega betra að leika
með ykkur í úrvali, en að hafa ykk-
ur á móti. Eg get líka bætt því við
að bæði þú og Grímar léku með
KR til að styrkja lið okkar, og ég
held að það hafi verið í einu skipt-
in sem það gerðist að KR styrkti
lið sitt með utanfélagsmönnum.
Það er líka athyglisvert að marg-
ir af þessum góðu félögum Vals
frá þessum tíma hafa haldið tryggð
við félagið og unnið að því að gera
það eitt traustasta í landinu, og
mannvirkin á Hlíðarenda hefðu
tæpast séð dagsins ljós ef þeirra
hefði ekki notið við. I þessu sam-
bandi vildi ég segja við hina yngri
Valsmenn, að þið eigið að halda
áfram að starfa fyrir félagið, þó
þið hafið lagt skóna á hilluna, og
taka þessa gömlu góðu félaga ykk-
ur til fyrirmyndar, með því gerið
þið Val enn sterkari.
I þessu sambandi vil ég geta
þess að á sextugsafmæli mínu fékk
ég flestar kveðjur frá Valsmönn-
um, sem mér þótti skemmtilegt og
snerti viðkvæman streng í huga
mínum. Fyrir þessa vinsemd þakka
ég Valmönnum alveg sérstaklega.
Minnisstæð atvik.
Víst voru alltaf skemmtileg at-
vik að koma fyrir, og eftirminni-
leg á ýmsan hátt, en ég held að ég
hafi gleymt þeim öllum, segir
Steini, kímir í kampinn, og dettur
sýnilega eitthvað í hug.
Það var einu sinni, heldur Steini
áfram, að ég varð að gjalda fyrir
prakkaraskap minn í leik við Val.
Það var þannig að ég er kominn
inní vítateiginn, og er aðklemmd-
ur af Sigurði Ólafs, þér og Grím-
ari, en gríp þá til þess úrræðis að
slá knöttinn eldsnöggt með Iiend-
inni, svo varla festi á auga, og
sendi hann til Gísla, en mark var
þó ekki skorað. Allir rétta upp
hendur og kalla hendi, hendi, en
dómarinn sá ekkert, og hélt leikur-
Þorsteinn Einarsson, hin gamla knatt-
spyrnuhetja, eins og ungur félagi hans
úr KR sér hann í dag!
inn áfram. Skömmu síðar fæ ég
knöttinn og tek hann á síðuna, og
legg þannig fyrir mig, en þá hrópa
allir aftur: Hendi, hendi, og rétta
upp hendurnar, og þá blístrar dóm-
arinn, og Valur fær aukaspyrnu.
Þarna galt ég fyrra brots, og gat
ekkert sagt, en ég man hvað Sig-
urður Ólafsson hló, því hann vissi
það rétta!
I annað skipti, en það gerðist á
Akureyri, vorum við að keppa við
lið þar og lékum undan vindi, og
eftir fyrri hálfleik stóð 3:0 Akur-
eyringum í vil. I síðari hálfleik
leikum við á móti vindi, en þá skeð-
ur það að knötturinn er kominn
um það bil hálfan meter aftur fyr-
ir endamörk, en Doddi hikar ekki
við það að senda hann inná aftur,
hvorki línuvörður né dómari tóku
eftir þessu, en ég skoraði mark úr
sendingunni frá Dodda. I þessum
sama leik kemur eitt sinn sending
fyrir markið, en þó það langt frá
mér að ég næ ekki til hans, hvorki
með höfði eða fótum.
Tek ég það þá til ráðs að kasta
mér fram og læt knöttinn koma í
hendina þannig að hann dettur
niður, og stend síðan upp og skora