Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 65
VALSBLAÐIÐ
63
öllu saman“ inn í markið. Ég lét
fljótlega koma krók á móti bragði,
hætti með öllu að grípa knöttinn,
en sló hann með knýttum hnefum
frá markinu. Um leið og ég eitt
sinn sló knöttinn frá, fékk ég mjög
snöggt axlarstuð, endastentist við
það inn í botn á markinu, en knött-
urinn var farinn sína leið fram á
völlinn. Ég varð ofsareiður og
mátti hafa mig allan við til að
bæla niður í mér hina réttlátu
reiði, svo að ég gerði nú ekki eitt-
hvert axarskaftið í næstu sóknar-
lotu.
Fyrri hálfleiknum lauk með því
að Bretarnir skoruðu tvö mörk, en
við ekkert. Með hvaða hætti þessi
mörk bar að? í fyrra skiptið var
það þannig að Lawton skaut mjög
fast, ég náði þó til knattarins, en
hann fylgdi fast á eftir og í bók-
staflegri merkingu þess orðs, sló
hann knöttinn úr höndum mér og
fyrir fætur Goulden, sem skoraði
auðveldlega í annað hornið. Hitt
markið kom eiginlega eins og þruma
úr heiðskíru lofti, eftir snögga
sókn að marki og sendingu, en ekki
skot, sem lenti á einum leikmanna
og hrökk knötturinn af honum inn
í markið.
Staðan 2:0 fyrir okkur varekki
sérlega upplífgandi, eins og nærri
má geta, en þá henti atvik, sem
ekki gleymdist. Lawton hafði tek-
izt að komast fram frá Semits-
jastny, en það hafði honum hins-
vegar ekki oft tekizt áður í leikn-
um. Nú var hann skyndilega einn
og óvaldaður á vítateignum. Hann
nálgaðist mig örhratt, með báða
bakverði okkar á liælum sér, sem
þó höfðu litla sem enga möguleika
til að ná honum í tæka tíð. Brátt
skýtur hann, hugsaði ég, en hvar
miðar hann á markið? Lawton er
snillingur í því að koma ekki upp
um sig. Af hreyfingum hans gat ég
ekkert ráðið. Ég hafði það á til-
finningunni að hann væri að gera
mig taugaveiklaðan. „Hæ, tígris-
dýr, horfðu á. Sýndu oss nú til
hvers þú dugar.“ Þetta fannst mér
hann segja við mig. En auðvitað
sagði hann ekki orð.
Ég hafði ekki augun af knettin-
um né hinum kiðfættu hreyfingum
Lawtons. Skyndilega gerir hann,
næstum því ósýnilega hreyfingu,
en af nákvæmni sigurverksins. —
Knötturinn flýgur af fæti hans.
Það var sannast sagna ekki knött-
ur, sem mér fannst stefna með ör-
skotshraða að marki voru, heldur
fallbyssukúla, sem þaut í áttina að
hægra horni marksins í hálfrar
stiku hæð frá jörðu.Eins og ósjálf-
rátt varpaði ég mér fram og í veg
fyrir þessa örlagaríku sendingu —
og viti menn, ég náði henni. Ég
greip knöttinn báðum höndum og
hélt honum, ég þrýsti honum að
mér eins og langþráðum vini, sem
ég hefði ekki augum litið um ára-
bil, ég bókstaflega pressaði hann
eins fast og ég gat að líkama mín-
um. Baráttan hélt áfram og harðn-
andi. — Frá áhorfendapöllunum
barst undrunaralda, margraddaður
kliður, loks hemjulaust klapp og
hríðskotasmellir hvellettanna voru
sem undirleikur. Staðan var enn
2:0, Bretum í hag.
*
Þess gerist ekki þörf að geta um
þann hugblæ, sem ríkti meðal okk-
ar í hléinu. Tvö mörk gegn engu
tala vissulega sínu máli, svo óþarfi
er að bæta þar nokkru við. En
þetta tók þó allt á sig annan blæ í
síðari hálfleiknum.
Er bezt lét heyrði ég einhvern
vera að hóa bak við markið, og
hrópa: „Khomitsj — whisky!
Khomitsj — whisky!“ I fyrstu átt-
aði ég mig ekki á hvað um var að
vera. En svo rann allt í einu upp
fyrir mér ljós. Einhverjir voru
komnir ofan af áhorfendapöllun-
um til þess að rannsaka hvað það
væri, sem ég hefði í flöskunni, sem
stæði þarna hjá mér í markinu og
til livers ég eiginlega hefði hana.
Það lék ekki á tveim tungum að
þeir sem komnir voru, voru al-
gjörlega á eitt sáttir um það, að
bæði ég og flaskan væru stútfull af
whisky, að ég fengi mér gúlsopa
eftir þörfum, til þess að vera í sí-
felldum tígrisdýrsham. En lang-
leitir myndu þeir hafa orðið bless-
aðir, ef þeir hefðu komizt að því
sanna, nefnilega því, að í flösku
þessari, sem svo miklum heilabrot-
um hafði valdið, var aðeins tæi’t
vatn. Ég helti því yfir hanzkana
mína, til þess að halda þeim rök-
um, ef þurrt var í veðri. Ef hins-
vegar var vætutíð, notaði ég poll-
ana sem mynduðust á vellinum, ef
nauðsyn krefði.
Rétt fyrir leikslokin, eftir að við
höfðum jafnað metin, skoraði Law-
ton þriðja markið fyrir Bretana.
Ég hafði varpað mér á fætur hans
og ætlað að grípa knöttinn af tám
hans. Radikovsky stóð á marklín-
unni og lokaði markinu, en Law-
ton lyfti knettinum í kollspyrnu-
hæð og með dásamlegum léttleika
og nákvæmni hins fædda loftfim-
leikamanns, vippaði hann knettin-
um, óverjandi í annað markhornið.
Okkur tókst að jafna aftur og
leiknum lauk með jafntefli. Þeim
úrslitum undum við sannarlega vel.
Mikið var rætt og ritað um leik-
inn. Hann var lengi á eftir um-
ræðuefni áhugamanna um knatt-
spyrnu.
Þess ber að minnast að þetta var
fyrsti leikur okkar í Bretlandi og
jafntefli gegn slíkum mótherjum
mátti því telja sigur.
John Harris, fyrirliði Chelsea
ritaði m.a. um minn þátt í leikn-
um. Hann sagði m.a. „Enginn ann-
ar markvörður myndi hafa varið
þau tvö af skotum Lawtons, sem
varin voru, nema Khomitsj, hvern-
ig svo sem hann fór að því með
tígrisdýrs-stökki sínu að koma í
veg fyrir að knötturinn hafnaði í
netinu.“
ÍÞRÓTTAiOKAMA
IIELLAS
Skólavörðustíg 17 - Sími 15196