Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 27
VALSBLAÐIÐ
25
kröfuharður.
Á myndinni eru talið frá vinstri: Fremsta röð: Grímar Jónsson, Hermann Hermanns-
son, Frímann Helgason, Miðröð: Ólafur Gamalielsson, Guðmundur Sigurðsson, Jó-
hannes Bergsteinsson, Egill Kristbjörnsson, Ellert Sölvason. Aftasta röð: Gísli
Iíærnested, Óskar Jónsson, Björgúlfur Baldursson, Reidar Sörensen þjálfari, Hólm-
geir Jónsson, Bjarni Guðbjörnsson og Sigurður Ólafsson.
sens. Og drengurinn ber upp bón
sína hvort hann megi vera hjá
honum? Og játaði Sörensen því.
Sveitarstjórnin komst svo í
þetta, og taldi eðlilegra að piltur-
inn færi á barnaheimili, en hann
þverneitaði að fara. Endaði þetta
með því að hann var tekinn með
valdi og fluttur þangað nauðugur.
Eftir aðeins 2 daga strauk hann
af barnaheimilinu, og hélt rakleið-
is heim að dyrum til Sörensen, og
þar sat hann og beið, þegar Sören-
senkomheimeins og fyrr sagði. Og
þeir fóru að spjalla saman um þessi
alvarlegu mál sín, Sörensen greini-
lega fullur meðaumkunar með þess-
um einstæðing, og hinn í barns-
legri einlægni flytur mál sitt með
ákafa, og eins og til þess að gera
þetta allt aðgengilegra fyrir Sören-
sen, segist hann skuli borða agnar-
agnar lítið, hann skuli þvo upp disk-
ana, búa um rúmið sitt já og sópa
gólfið, fara í sendiferðir alltaf
þegar þess þyrfti! Þetta voru
kostakjör, eða svo mikið er víst að
samningar tókust milli þeirra, og
hann fór ekki aftur, og var hjá
Sörensen í nokkur ár eða þar til
að hann gat farið að sjá um sig
sjálfur. Fór vel á með þeim allan
tímann. Eðlilega varð Sörensen að
sjá um þjónustubrögð eins og að
stoppa í sokka, bæta föt, annast
matargerð. Hann vann að því að
drengurinn fengi iðnmenntun, og
nú er hann hátt settur í stórri
verksmiðju, hinn mætasti borgari.
En þar með er raunar ekki öll
sagan sögð. Þessi ungi glæsilegi
maður kvongaðist auðvitað, og
annaðist Sörensen brúðkaupið.
Hann á 3 dætur, og dæturnar líta
á Sörensen sem „afa“ sem alltaf
verður að vera viðstaddur allt sem
skemmtilegt gerist á heimili „son-
arins“. Hann má heldur ekki
gleyma afmælum, eða biðja Jóla-
sveininn fyrir jólagjöf, og sjálfur
er Sörensen þar fyrsti gestur við
slík tækifæri.
Þetta finnst mér skemmtilegt
„æfintýri" og gaman að geta skoð-
að Sörensen í þessu ljósi.
Þetta er ekki í eina skiptið, sem
hann beitir áhrifum sínum til þess
að hafa góð áhrif á unga menn, og
munu flestir drengirnir sem komu
með honum hingað 1956, frá Bru-
mundalen bera honum skemmti-
lega sögu.
Fyrir nokkrum árum gekk Sö-
rensen framhjá skemmtistað í
Hamar, sem ekki hafði gott orð á
sér, þetta var síðla kvölds. Veitir
hann því þá athygli að þrír eða
fjórir strákar eru að berjast þar
og í hörkuáflogum, hann víkur sér
að einum í kösinni og nær taki á
handlegg hans og snýr hann niður.
Og þar sem hann liggur þar, og
má sig ekki hræra spyr Sörensen
hvað hann heiti, og hver hann
væri. Það kemur sýnilega á piltinn,
því hann bregzt ekki illa við en
svarar eðlilega. Taka þeir þá tal
saman, og þrátt fyrir allt fer vel
á með þeim. Þetta heldur áfram,
þeir hittast og talast við, og Sören-
sen beinlínis talar um fyrir piltin-
um. Foreldrar piltsins, og þá sér-
staklega móðir hans verður vör við
breytinguna, og gleðst yfir og
þakkar Sörensen fyrir hans góðu
áhrif. Þetta endar með því að pilt-
urinn gerir Sörensen að trúnaðar-
vini sínum, og ræðir við hann um
ýms viðkvæm mál sem ungir menn
ráða svo oft illa við. Pilturinn
hafði verið í skóla, og gekk þar upp
og ofan, en eftir að kynni þeirra
tókust, kom hann oft heim til Sö-
rensen meðan námstíminn stóð
yfir, og þar sem það var á kvöldin
borðaði hann alltaf hjá Sörensen.
Það kom í ljós að pilturinn var
greindur og ágætis námsmaður og
frá því að koma út úr skóla með
lélega einkunn fékk hann nú ágæt-
iseinkunn.
Hann ætlaði að gerast sjóliðsfor-
ingi, en vegna meiðsla í baki varð
hann að hætta við það en í bók-
legu náði hann 11,5 af 12 möguleg-
um, en nú undirbýr hann sig undir
að verða iðnfræðingur.
Þessi ungi maður er nú giftur
og á eitt barn, og vafalaust verður
Sörensen að sinna þar „afa“ hlut-
verkinu einnig!
Um leið og við Valsmenn þökk-
um Sörensen gömul og góð kynni,
árnum honum heilla með sjö-
tugsafmælið, sendum við honum og
hinni ört vaxandi „fjölskyldu”
hans jóla og nýársóskir.
F. H.