Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 27

Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 27
VALSBLAÐIÐ 25 kröfuharður. Á myndinni eru talið frá vinstri: Fremsta röð: Grímar Jónsson, Hermann Hermanns- son, Frímann Helgason, Miðröð: Ólafur Gamalielsson, Guðmundur Sigurðsson, Jó- hannes Bergsteinsson, Egill Kristbjörnsson, Ellert Sölvason. Aftasta röð: Gísli Iíærnested, Óskar Jónsson, Björgúlfur Baldursson, Reidar Sörensen þjálfari, Hólm- geir Jónsson, Bjarni Guðbjörnsson og Sigurður Ólafsson. sens. Og drengurinn ber upp bón sína hvort hann megi vera hjá honum? Og játaði Sörensen því. Sveitarstjórnin komst svo í þetta, og taldi eðlilegra að piltur- inn færi á barnaheimili, en hann þverneitaði að fara. Endaði þetta með því að hann var tekinn með valdi og fluttur þangað nauðugur. Eftir aðeins 2 daga strauk hann af barnaheimilinu, og hélt rakleið- is heim að dyrum til Sörensen, og þar sat hann og beið, þegar Sören- senkomheimeins og fyrr sagði. Og þeir fóru að spjalla saman um þessi alvarlegu mál sín, Sörensen greini- lega fullur meðaumkunar með þess- um einstæðing, og hinn í barns- legri einlægni flytur mál sitt með ákafa, og eins og til þess að gera þetta allt aðgengilegra fyrir Sören- sen, segist hann skuli borða agnar- agnar lítið, hann skuli þvo upp disk- ana, búa um rúmið sitt já og sópa gólfið, fara í sendiferðir alltaf þegar þess þyrfti! Þetta voru kostakjör, eða svo mikið er víst að samningar tókust milli þeirra, og hann fór ekki aftur, og var hjá Sörensen í nokkur ár eða þar til að hann gat farið að sjá um sig sjálfur. Fór vel á með þeim allan tímann. Eðlilega varð Sörensen að sjá um þjónustubrögð eins og að stoppa í sokka, bæta föt, annast matargerð. Hann vann að því að drengurinn fengi iðnmenntun, og nú er hann hátt settur í stórri verksmiðju, hinn mætasti borgari. En þar með er raunar ekki öll sagan sögð. Þessi ungi glæsilegi maður kvongaðist auðvitað, og annaðist Sörensen brúðkaupið. Hann á 3 dætur, og dæturnar líta á Sörensen sem „afa“ sem alltaf verður að vera viðstaddur allt sem skemmtilegt gerist á heimili „son- arins“. Hann má heldur ekki gleyma afmælum, eða biðja Jóla- sveininn fyrir jólagjöf, og sjálfur er Sörensen þar fyrsti gestur við slík tækifæri. Þetta finnst mér skemmtilegt „æfintýri" og gaman að geta skoð- að Sörensen í þessu ljósi. Þetta er ekki í eina skiptið, sem hann beitir áhrifum sínum til þess að hafa góð áhrif á unga menn, og munu flestir drengirnir sem komu með honum hingað 1956, frá Bru- mundalen bera honum skemmti- lega sögu. Fyrir nokkrum árum gekk Sö- rensen framhjá skemmtistað í Hamar, sem ekki hafði gott orð á sér, þetta var síðla kvölds. Veitir hann því þá athygli að þrír eða fjórir strákar eru að berjast þar og í hörkuáflogum, hann víkur sér að einum í kösinni og nær taki á handlegg hans og snýr hann niður. Og þar sem hann liggur þar, og má sig ekki hræra spyr Sörensen hvað hann heiti, og hver hann væri. Það kemur sýnilega á piltinn, því hann bregzt ekki illa við en svarar eðlilega. Taka þeir þá tal saman, og þrátt fyrir allt fer vel á með þeim. Þetta heldur áfram, þeir hittast og talast við, og Sören- sen beinlínis talar um fyrir piltin- um. Foreldrar piltsins, og þá sér- staklega móðir hans verður vör við breytinguna, og gleðst yfir og þakkar Sörensen fyrir hans góðu áhrif. Þetta endar með því að pilt- urinn gerir Sörensen að trúnaðar- vini sínum, og ræðir við hann um ýms viðkvæm mál sem ungir menn ráða svo oft illa við. Pilturinn hafði verið í skóla, og gekk þar upp og ofan, en eftir að kynni þeirra tókust, kom hann oft heim til Sö- rensen meðan námstíminn stóð yfir, og þar sem það var á kvöldin borðaði hann alltaf hjá Sörensen. Það kom í ljós að pilturinn var greindur og ágætis námsmaður og frá því að koma út úr skóla með lélega einkunn fékk hann nú ágæt- iseinkunn. Hann ætlaði að gerast sjóliðsfor- ingi, en vegna meiðsla í baki varð hann að hætta við það en í bók- legu náði hann 11,5 af 12 möguleg- um, en nú undirbýr hann sig undir að verða iðnfræðingur. Þessi ungi maður er nú giftur og á eitt barn, og vafalaust verður Sörensen að sinna þar „afa“ hlut- verkinu einnig! Um leið og við Valsmenn þökk- um Sörensen gömul og góð kynni, árnum honum heilla með sjö- tugsafmælið, sendum við honum og hinni ört vaxandi „fjölskyldu” hans jóla og nýársóskir. F. H.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.