Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 42
40
VALSBLAÐIÐ
ef til vill yfirburði, en þegar mað-
ur er kominn upp í meistaraflokk
er maður bara lítill karl. Þar er
harkan meiri, þar verður maður
að leggja meira að sér, þar eru
eldri menn og þroskaðri. Ég á þar
enn ekki heima, ekki nógu vanur
að leika svo harða leiki, og þarf að
samlagast þeim betur, og til þess
þarf maður marga leiki. Þar eru
áhorfendur líka mun fleiri, og svo
koma gagnrýnendurnir með sína
dóma, þó segja megi að vægilega
hafi verið á mér tekið til þessa,
og heldur vinsamlegt það sem það
er, en allt þetta raskar ró taug-
anna!
Ég er ákveðinn að æfa áfram og
reyna að ná fótfestu í meistara-
flokki, og það er víst draumur
allra ungra knattspyrnumanna.
Mér finnst andinn þar góður, og
aðstaðan fyrir okkur er góð, og vil
ég nefna að flóðljósin er ég ánægð-
ur með, og mættu þau vera fleiri,
það kemur. Það ætti að lengja æf-
ingatímann úti þegar vel viðrar á
vetrum.
Nokkuð, sem þú vildir segja að
lokum ?
Eg tel, að það væri rétt að gefa
yngri mönnum fleiri tækifæri til
að leika í meistaraflokki en gert
hefur verið undanfarið, og þá sér-
staklega í æfingaleikjum, og leikj-
um sem ekki varða stigakeppni.
Ef þeir fá þessi tækifæri við og
við halda þeir sig betur að æfing-
um, og svo er það nokkurt aðhald
fyrir eldri leikmenn í meistara-
flokki, að stunda æfingar, þar sem
um samkeppni gæti orðið að ræða.
Menn eru oft alltof fastir í liðinu.
Með þessu ætti að fást meiri breidd
og þroski og úrval, því reynsluna
fá menn fyrst og fremst í leikjum,
sagði þessi ungi efnilegi leikmað-
ur að lokum.
Handknattleiku r:
Ólöf Kristjánsdóttir 16 ára,
fyrirluH.
Annar fl■ kvenna.
Það verður ekki annað sagt en
að annar fl. kvenna í Val eigi
skemmtilegan fulltrúa og geðþekk-
an í Ólöfu Kristjánsdóttur, og þeg-
ar við spurðum hana um ýmislegt
varðandi dvöl hennar í Val, atvik
og skoðanir, leysti hún skemmti-
lega úr hverri spurningu og fer
viðtalið hér á eftir:
Ég byrjaði að leika handknatt-
leik þegar ég var 12 ára, og naut
þá kennslu Þórarins Eyþórssonar,
sem er stórkostlega dásamlegur
kennari og leiðbeinandi. Fyrsti
leikur minn í handknattleik var í
B-liði og að ég held við Ármann,
og ég held að við höfum unniö. Jú,
þetta var strax skemmtilegt allt
saman.
Ef ég fer að rifja upp eftir-
minnilegustu atvik úr handknatt-
leiknum held ég að það verði úr-
slitaleikurinn við Þór í Vestm.eyj-
um í Islandsmótinu úti í sumar.
Við unnum þann leik 5:1 og það
kom mér og okkur á óvart.
Þetta var frá upphafi fjörugur
leikur, og hinir æstu Vestmanna-
eyingar lífguðu uppá tilveruna með
hrópum og köllum, en þeir virtust
ekki sem ánægðastir með sínar
stúlkur: Þeir kölluðu til þeirra
hvað eftir annað á þessa leið:
„Ætlið þið ekki að standa við það
sem þið hafið lofað og sagt!“ Þetta
hafði engin áhrif á okkur, síður en
svo. Það var líka ánægjulegt að
heyra að keppendurnir úr Reykja-
vík og reyndar Týsstúlkurnar
stóðu með okkur og hvöttu okkur,
og færði það jafnvægi í hrópin.
Þórsstúlkunum þótti tapið eðli-
lega miður, en þær kunnu að taka
ósigrinum og óskuðu okkur til
hamingju.
Ég er ekki enn farin að „reka
nefið“ í meistaraflokk, en maður
gerir sitt bezta í von um að kom-
ast lengra. Eg hef mj ög gaman að
æfa handknattleik, en maður verð-
ur að nota tímann vel, svo allt komi
til skila, því ég er í skóla.
Eg vil ráðleggja ungum stúlkum
að iðka handknattleik, það er góð
hreyfing. Ég hef gaman af að koma
að Hlíðarenda og umgangast stúlk-
urnar í æfingum, í leik og einnig
utan leikvallarins, það er mér mjög
góð skemmtun.
Ég hef líka alltaf gaman af að
horfa á meistaraflokk kvenna, en
þær hafa verið sigursælar undan-
farið. Þó var ég svolítið tauga-
óstyrk í Islandsmótinu í sumar
úti. Ég óttaðist að Ármann mundi
ógna liðinu, en ekki var langt liðið
á leikinn er við sáum að öllu var
óhætt.
Maður verður alltaf að vera
bjartsýnn, og með þjálfarana Þór-
arin og Sigrúnu Ingólfsdóttur,
sem einnig er mjög góður kennari,
ætti ekki að þurfa að kvíða, og við
það bætist að alltaf eru að koma
fram efnilegar ungar stúlkur, og
mikill fjöldi undir handleiðslu
Þórarins.
Mér finnst Sigrún Ingólfsdóttir
einna skemmtilegust í leik, og vildi
mjög svo líkjast henni, ef hægt
væri, annars á Valur margar góð-
ar stúlkur í meistaraflokki.
Það sem af er þessu keppnis-
tímabili hefur okkur ekki gengið
vel, en auðvitað verðum við að
reyna að gera betur, berjast og
æfa, það er eina ráðið.
Að lokum: Ég er ánægð með fé-
lagslífið í Val og ef allir standa
saman, ætti allt að ganga vel, sagði
þessi geðþekka unga stúlka.
Jóhann Ingi Gunnarsson, 13 ára.
Fjórði flokkur, handknattleikur.
Jóhann Ingi
Gunnarsson.
Ég var 11 ára þegar ég byrjaði
aðeins að æfa handknattleik í Val,
en það var fyrst í fyrra sem ég
æfði fyrir alvöru, var fyrsta svar
Jóhanns Inga við ýmsum spurn-
ingum um þátttöku hans í Val í
handknattleik, en svo hefur hann
komið við sögu í knattspyrnunni,
og minnist hann einnig á það.