Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 67

Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 67
VALSBLAÐIÐ 65 Þarna er þingað um málið Sveinn Helgason bendir á gatið. Gunnar Sigurjónsson stendur hljóður og prúður hjá, og sama gera þeir Jón, Halldór og Magnús Snæ. Og dómarinn Guðjón Einarsson handleikur knöttinn og lýtur niður niður að honum eins og hann sé að spyrja hann hvaða leið hann hafði komið í markið. Og dómurinn fellur: Mark — og því gat enginn á jarðríki breytt. þess að vörn Akraness opnist. Lið- in skiptast á upphlaupum og mikill hraði er í leiknum. Á 19. mín. veð- ur Ríkharður með knöttinn upp völlinn og gefur til Þórðar sem hleypur Valsvörnina af sér og skor- ar fyrsta mark leiksins. Valsmenn láta engan bilbug á sér finna og gera harða hríð að Skagamönnum, sem verjast vel þar til á 28. mín — er þeim tekst að jafna fyrir mistök hjá vörn Akraness. Það er Haf- steinn Guðmundsson sem skorar af stuttu færi- Og ennþá sækja Valsmenn, sem reyna allt livað af tekur að ná yfirhöndinni fyrir lok hálfleiksins. Tíminn líður og ekk- ert markvert skeður. Vallarklukk- an sýnir að hálfleikur nálgast óð- um, — og þegar ein mínúta er til leiksloka fær Sigurður, vinstri út- herji Vals knöttinn út á vinstri kant og spyrnir í áttina að marki Skagamanna. Knötturinn svífur að hægra horni marksins og Magn- ús markvörður hoppar upp — en of snemma. Hann er kominn niður þegar knötturinn fer yfir hann og hafnar í markinu. Valsmenn hafa tekið forystuna með 2—1 og dóm- arinn flautar til hálfleiks. Meðan á leikhléi stendur lægir vindinn nokkuð, en rigningin eykst að sama skapi. Síðari hálfleikur er hafinn, þeg- ar við komumst til sæta okkar. Ekki eru liðnar nema 4 mín. þegar Skagamenn jafna metin. Aukaspyrna er dæmd á Val við vítateig þeirra. Ríkharður fram- kvæmir spyrnuna og spyrnir í varnarvegg Valsmanna, en knött- urinn hrekkur til hans og með þrumuskoti sendir hann knöttinn í netið, við mikil fagnaðarlæti á- horfenda. Færist nú aukið fjör, jafnt í leikmenn sem áhorfendur. Skagamenn herða sóknina og má segja, að þeir taki leikinn að mestu í sínar hendur, en Valsmenn þétta vörnina og hrinda hverri sókninni á fætur annarri. Völlurinn gjör- spillist af rigningunni, svo illmögu- legt er að leika. Áhorfendur hvetja leikmenn óspart, en mörkin láta á sér standa. Á 23. mín. gera Skagamenn enn eina sóknarlotuna, en Valsmenn hrinda henni með því að sparka knettinum langt fram á völlinn, fram undir vallarmiðju. Dagbjart- ur, miðvörður Skagamanna er þar fyrir og sendir knöttinn til baka að Valsmarkinu. Knötturinn svífur í boga að markinu og áður en nokk- ur áttar sig er hann í netinu og dómarinn dæmir mark. Áhang- endur Skagamanna í hópi áhorf- enda kunna sér engin læti fyrir fögnuði en Valsmenn virðast ekki átta sig á því hvað hafði skeð. Var það mögulegt að mark hefði verið skorað með spyrnu frá miðju vall- arins. Sveinn Helgason miðvörður Vals kemur hlaupandi til Helga markvarðar og spyr, hvernig þetta hefði eiginlega skeð. — Helgi bið- ur hann bara að vera rólegan, því knötturinn hafi farið yfir markið, en þá bendir Sveinn honum á knött- inn í netinu. Valsmenn hópast nú í markið og sjá nú að gat er á net- inu. Gat það verið, að knötturinn hafi farið í markið gegnum þetta gat. Þeir neita því að afhenda Framhald á bls. 68. Þarna er gatið á netinu, sem alltaf talar sínu máli um möguleikann, að hinn regnþungi knöttur úr hinni háu spyrnu hafi farið bakdyra- megin í markið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.