Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 41

Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 41
VALSBLAÐIÐ 39 f Stefán Gunnarsson. herji. Mér þykir skemmtilegast að vera miðherji eða innherji, og þó getur það verið skemmtileg til- breyting að fara í vörn. Ég á margar skemmtilegar minningar frá þessum árum í Val, og ýmislegt skeð bæði súrt og sætt. Eg man eftir úrslitaleikjunum við Víking í 4. fl. A. Við urðum að leika tvo leiki, því sá fyrri endaði 1:1. Næsti leikur byrjaði með því að við skorum, og Víking tekst að jafna, og enn skorum við 2:1. Þar kom að enn jafnar Víkingur, og baráttan heldur áfram. Enn tekur Valur forustuna og nokkur tími enn til leiksloka. Við sjálfir vorum í ofurspennu, og Valsmenn utan línunnar voru ekki síður tauga- óstyrkir, og aldrei linnti hrópum og köllum til að hvetja, og ég man það alltaf þegar Gunnlaugur Hjálmarsson hrópar til mín að ég skuli fá „kók“ og prinspolo ef ég skori mark, ég hef víst verið lyst- ugur á þetta góðgæti í þá daga, og þótt líklegt til örfunar af minni hálfu. Það fór nú svo að ég vann ekki til verðlaunanna sem lofað var, en við unnum samt og varð lokastaðan 3:2 okkur í vil. Þetta voru ógleymanleg átök. En við fengum „kók“ og prins polo að leik loknum! Hinsvegar vorum við súrari á svipinn þegar við töpuðum fyrir Fram í þriðja flokki með 6:3, en hefði nægt jafntefli, og ég tel, að við höfum verið sterkara liðið yfir- leitt, enda unnum við bæði vor og haustmótin. Annars er ég ánægður með ár- angurinn yfirleitt. undir forustu Róberts, sem hélt hópnum mjög vel saman. Norðurförin í sumar verður mér lengi minnistæð. Við fórum til Siglufjarðar og lékum þar 2 leiki við K.S. Fyrri leikur- inn endaði 3:3, en sá síðari með 5:1 okkur í vil. Þaðan héldum við til Mývetninga og lékum að Laug- um við liðið, sem var í úrslitum í 3. deild, og unnum 2:0. Eftir góð- ar móttökur þar og einnig á Siglu- firði var haldið til Akureyrar og keppt þar fyrst við 3. fl. úr Þór og unnum við 10:2. Daginn eftir lékum við svo við 3. fl. úr KA. og það var nú meiri harkan, var sem þeir ætluðu að hefna fyrir Þór. Það er næstum að það megi kalla þetta áflog. Einn síðubrotnaði, markmaður meiddist í kviði, og aðrir voru meira og minna beygl- aðir, en við unnum samt 3:1. Já þetta var skemmtileg ferð. Ég er einn af þeim fáu, sem ganga upp úr þriðja flokki, og ætla sannar- lega að halda áfram, ef ég hef tækifæri til þess. Ég vil hér þakka Róbert fyrir alla samveruna, og sömuleiðis Stefáni Sandholt, og þeim báðum fyrir kennslu og leið- sögn. Ég vona, og raunar skora ég á félaga mína í 3. flokki að halda ó- trauðir áfram, og vona að þeir standi sig, og um leið vil ég þakka þeim fyrir samveruna. Það virðist sem hinum þreklega Stefáni sé ekki nóg að iðka knatt spyrnuna, og það af kappi, hann byrjaði 11 ára að iðka handknatt leik, og 12 ára farinn að keppa þar. og nú er hann fyrirliði í 2. flokki þar. Ég álít að það séu margir efni- legir handknattleiksmenn í 2. flokki Vals, heldur Stefán áfram, og að það sé hægt að gera mikið úr þeim ef rétt er að staðið og þeir verði áhugasamir, og standa sam- an. Ég er því bjartsýnn með flokk- inn í vetur, og það byrjar heldur vel þar sem við unnum „erfða- féndurna" Fram, hvernig svo sem áframhaldið verður. Ég trúi á fundi til að halda fólkinu saman. Annars finnst mér ágætt félagslíf í þessu öllu saman innan Vals. Alexander Jóhannesson -19 ára fyrirliói. - 2. flokkur. Þegar ég var smástrákur átti ég heima í Eskihlíðinni og þá var það svo sem sjálfsagt að ganga í Val, stutt að fara og aðstaða ágæt. Alexander Jóhannesson. Ég var víst um það bil 6 ára þegar það gerðist. Ég var víst orð- inn 11 ára, þegar ég lék fyrst í keppnisliði. Ég var þá framherji, og hef alltaf leikið í framlínu síðan ýmist sem miðherji, innherji eða útherji. Satt að segja er ég ekki ánægð- ur með sumarið í heild, það var ekki nógu vel æft, og það hefnir sín. Vörn liðsins var ekki nógu þétt þar vildu koma glufur, sem farið var í gegnum. Þar var okkar veika hlið vildi ég segja. Við og við áttum við góða leiki, og í þessum hópi eru margir góðir einstakling- ar. sem ættu að geta orðið góðir með æfingu. Við áttum t. d. verulega góðan leik móti Akranesi sem við unnum 3:0. Leikurinn við Keflavík í úrslit- um annars riðilsins, var okkar svarti dagur. Við töpuðum 3:2, höfum sennilega verið of vissir, og til viðbótar var illskuveður með roki, og var eins og við réðum ekki við þetta. Því má skjóta hér inn, að í „danska“ mótinu í 2. flokki (tvö dönsk lið og nokkur íslenzk) lékum við 9 í síðari hálfleik við Keflavík og unnum! Var það nokkrum dögum síðar. Um framtíðarhorfur þessa flokks er ekki svo gott að segja, það ganga 4—5 upp, og yfirleitt tel ég að þar sé nóg af mönnum. Ég er þó viss um, að þetta gæti orðið nokkuð gott, ef þeir æfðu og sýndu forsvaranlegan áhuga, en það er sem sagt erfitt að spá, sagði Alexander. Nú hefur þú rekið nefið svolítið inn í meistaraflokk, ef svo mætti segja, hvernig líkar þér þar? Það er mikill munur að leika þar og í öðrum flokki, þar snýst þetta við. I öðrum flokki hefur maður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.