Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 13
VALSBLAÐIÐ
11
3. flokkur A, Reykjavíkur- og Haustmeistarar.
Talið frá vinstri: Lárus Ögmundsson, Þórir Jónsson, Jón Geirsson, Árni Geirsson,
Yilhjálmur Kjartansson, Stefán Jóhannsson, Þorsteinn Helgason, Róbert Eyjólfsson,
Tryggvi Tryggvason, Ingi B. Albertsson, Garðar Kjartansson, Stefán Gunnarsson,
Jakob Benediktsson. Á myndina vantar: Hörð Hilmarsson, Ólaf Sigurðsson, og Berg
Benediktsson.
emborg og Ungverjalandi var frá-
bær.
I landsleikjum og úrvalsleikjum,
léku eftirtaldir menn:
A. landslið: Sigurður Dagsson,
Árni Njálsson, Hermann Gunn-
arsson, Ingvar Elísson.
B. landslið: Sigurður Dagsson.
Landslið 24 ára og yngri: Her-
mann Gunnarsson, Sigurður Dags-
son, Sigurður Jónsson.
Reykjavíkurúrval: Árni Njáls-
son, Þorsteinn Friðþjófsson, Hall-
dór Einarsson, Reynir Jónsson,
Ingvar Elísson, Hermann Gunn-
arsson, Samúel Erlingsson, Alex-
ander Jóhannesson, Smári Jóns-
son og Bergsveinn Alfonsson.
Unglingalandslið 18 ára og
yngri: Pétur Carlsson, Pétur Jóns-
son.
Þjálfaranámskeið.
Deildin styrkti Róbert Jónsson
til farar á þjálfaranámskeið í
Vejle í Danmörku dagana 19. til
25. júlí. Róbert lét mjög vel af
ferðinni. Einnig var Óla B. Jóns-
syni veittur styrkur, en hann fór
á þjálfaranámskeið í Hollandi í
júlímánuði.
Jónsbikarinn (stigabikarinn).
Jónsbikarinn var nú afhentur í
þriðja sinn. Afhendingin fór fram
á aðalfundi Vals. 4 flokkur A hlaut
bikarinn að þessu sinni og var út-
koma flokksins glæsileg eða 100%.
Þjálfarar flokksins voru Róbert
Jónsson og Stefán Sandholt.
Stjórnin þakkar öllum félags-
mönnum margþætta hjálp og vel-
vilja og skorar á alla félagsmenn
að standa saman um velfarnað fé-
lagsins, þá þurfum við ekki að
kvíða framtíð Vals.
leik heima. Fyi’ri leikurinn var
leikinn á Laugardalsvellinum 17.
sept. og endaði með jafntefli 1:1.
Síðari leikurinn fór fram í Esch 1.
október og varð jafntefli 3:3 og
Valur því kominn í aðra umferð
Evrópukeppninnar, fyrst íslenzkra
liða, en mörk á útivelli gefa tvö-
falt og var því 7 á móti 5. Þátt-
takendur í ferðinni voru 17. Far-
arstjóri, þjálfari og 15 leikmenn.
I annari umferð dróst Valur
á móti Ungverjalandsmeisturun-
um Vasas og áttu þeir rétt á fyrri
leik. Samningar tókust um að
leika báða leikina í Ungverjalandi
og greiddu Ungverjar allan ferða-
kostnað og uppihald fyrir 20 menn.
Fyrri leikurinn var í Budapest 15.
nóvember og töpuðum við með 6:0.
Seinni leikurinn var í Varpoloda,
borg í um 80 km. frá Budapest.
Þessum leik töpuðum við einnig
nú með 5:1. Þátttakendur voru 4
fararstjórar, þjálfari og 15 leik-
menn. Þess skal getið að móttök-
ur og viðurgjörningur bæði í Lux-