Valsblaðið - 24.12.1967, Blaðsíða 56
54
VALSBLAÐIÐ
Björgvin Torfason:
Björgvin Torfason: Vals-
maður í hjartanu, en
hætti störfum of snemma.
Iltanför til Þfzkalands 1956
„Velheppnaðar ferðir taka eiginlega aldrei enda“ —, segir Björgvin
Torfason í ferðasögu meistaraflokks Vals til Þýzkalands og Englands 1956.
Því miður, hefur af ýmsum ástæðum, sumum óviðráðanlegum, dregizt að
birta frásögn Björgvins af ferð þessari, sem er létt og lifandi skrifuð, og
sannarlega verðurl ferð þessi einn þátturinn í sögu Vals, og á hún því
heima í „Val“, og birtum hana þótt seint sé, og er höfundur beðinn velvirð-
ingar á því hvað það hefur dregizt.
Árið 1954 komu hingað þýzkir
knattspyrnumenn í boði Vals. Var
þetta úrval áhugamanna frá Neðra-
Saxlandi og var þannig um samið
að meistaraflokkur Vals skyldi
síðan fara utan í boði þeirra. Því
miður varð ekki úr utanför 1955
eins og búizt hafði verið við og
lágu til þess gildar ástæður, en
boðið var endurgoldið í ágústmán-
uði í sumar. Undirbúningur þess-
arar farar var næsta fábreytilegur
og þau tækifæri sem slíkar ferðir
hafa upp á að bjóða, lítt notuð.
All mikil togstreita var milli
manna um það, að hve miklu leyti
liðið skyldi styrkt kappliðsmönn-
um frá öðrum félögum. Kappliðs-
nefnd Vals var ekki mótfallin að
leita út fyrir félagið og var það
reynt, en allir þeir, sem líklegir
voru til að styrkja liðið, voru ekki
fáanlegir, svo endanleg niður-
staða var sú, að kappliðsmennirnir
skyldu eingöngu vera skipaðir
Valsmönnum. Fullyrða má, að
þessi ráðstöfun varð mjög til þess
að styrkja samheldni allra þátttak-
enda og sýnir árangurinn það bezt.
Laugardaginn 25. ágúst, árla dags,
var lagt af stað. Fararkosturinn
var flugvél frá Loftleiðum. Þátt-
takendur voru þessir:
Gísli Sigurbjörnsson, aðalfararstj.
Sigurður Ólafsson, fararstjóri,
Magnús Bergsteinsson, fararstj.
Hermann Hermannsson, fararstj.,
Björgvin Torfason, fararstjóri,
Baldur Jónsson, vallarvörður,
Albert Guðmundsson,
Árni Njálsson,
Björgvin Daníelsson,
Björgvin Hermannsson,
Einar Halldórsson,
Gunnar Gunnarsson,
Halldór Halldórsson,
Hilmar Magnússon,
Hörður Felixson,
Magnús Snæbjörnsson,
Páll Aronsson,
Sigurður Sigurðsson,
Sigurhans Hjartarson,
Stefán Hallgrímsson,
Valur Benediktsson,
Þorkell Gíslason,
Ægir Ferdinandsson.
Á leiðinni til Hamborgar var
komið við í Gautaborg og stoppað
þar í klst. Eftir 2ja tíma flug
þaðan, eða um kl. 22, var komið
til Hamborgar. Áflugvellinumtóku
helztu fyrirmenn knattspyrnumála
borgarinnar á móti okkur. Þar var
og mættur Hanz Wickmann, en
hann átti eftir að vera með okkur
allan tímann og reyndist hinn
bezti félagi. öll afgreiðsla og toll-
skoðun gekk mjög vel, og vorum
við að skammri stundu liðinni
komnir niður á hótelið, þar sem við
bjuggum, meðan dvalið var í Ham-
borg. Hótel þetta er eign knatt-
spyrnusambands Hamborgar, stór
og glæsileg nýbygging og ber heit-
ið „Haus des Sports". Þar beið
okkar kvöldverður og gerðu menn
honum hin beztu skil. Það skal
strax tekið fram, að í hvert sinn,
er sezt var að borðum, var alltaf
eins og um einhverja stórveizlu
væri að ræða, og þeir, sem ætluðu
að leggj a af í ferðinni, bættu held-
ur við þyngd sína. Daginn eftir,
26. ágúst, var keppt við úrval
áhugamanna í Hamborg. Leikur-
inn fór fram í einni af útborgum
Hamborgar, sem heitir Harburg.
Rétt áður en leikurinn hófst, gerði
feykilegt þrumuveður og var völl-
urinn rennblautur. Þeir, sem léku
voru þessir:
Björgvin H.
(Þorkell) Árni Magnús
Halldór
Páll Sigurhans (Hilmar)
Gunnar Albert Björgvin Dan.
Hörður (Ægir) Sigurður.
Leiknum lauk með sigri Þjóð-
verjanna 6:4. Ægir skoraði 2
mörk og Albert og Sigurður sitt
markið hvor. Leikur þessi var all-
f jörugur og leit illa út, er andstæð-
ingarnir höfðu skorað 3 mörk á
fyrstu 15 mín., en við ekkert. Eftir
leikinn var okkur haldið samsæti
þarna í Harburg. Ræður voru flutt-
ar og skipzt á gjöfum. Við fengum
fána og merki sambandsins, en
Gísli afhenti fyrir okkar hönd fé-
lagsmerki og mynd af Gullfossi og
hélt hann eina af sínum eftirminni-
legu ræðum við það tækifæri. Odd-
fáninn var afhentur í upphafi
leiksins og var það gert í öllum
leikjunum. Herra Steinwax kom til
áður nefnds borðhalds og tók á