Valsblaðið - 24.12.1967, Side 48

Valsblaðið - 24.12.1967, Side 48
46 VALSBLAÐIÐ Hér skorar Valur fyrsta mark sitt í keppni þessari, og eru þó margir til varnar. 83 mínúturnar, en þrátt fyrir það hefði sigur verið mögulegur. — Bæði liðin léku eftir 4:2:4 leik- aðferðinni, en frá byrjun sýndi það sig að Jeunesse var of taugaspennt og náði ekki saman. Snemma í leiknum urðu þeir 1:0 undir, og verkaði það sem kalt steypubað fyrir þá, en Valur fékk uppörvun, og gerði vörn Jeunesse erfitt fyrir. — Franski dómarinn varð hvað eftir annað að grípa til vasabókarinnar vegna hörku Is- lendinganna. Góður möguleiki til að jafna varð að engu, þar sem línuvörðurinn tilkynnti að leikbrot hefði átt sér stað rétt áður en mark var skorað. Mark á þessum tíma hefði getað breytt gangi leiksins, og þetta fór í taugar leikmanna Jeunesse. Sérstaklega urðu margar opnur í vörninni, og framherjar mót- herjanna fengu of mikið rými til að athafna sig á, þannig var líka þegar Valur skoraði annað mark- ið, að tveir Valsmenn stóðu algjör- lega fríir. Framverðir Jeunesse léku lakar en venjulega, og vant- aði þannig alla nauðsynlega aðstoð við sóknina. Þegar Hnatow skor- aði, höfðum við fulla ástæðu til að vona að nú tækist að jafna, og þúsundirnar af áhorfendabekkjun- um hvöttu Jeunesse til þess. Nú sóttu okkar menn af öllum mætti, en að okkar áliti var sóknin yfir- drifin, því að aðeins tveir önnuð- ust vörnina. Um þetta má deila, og eftir á er auðvelt að finna að. Afleiðingin af þessu varð sú að hinum slungna Jónssyni tókst að skora þriðja markið. Á endasprett- inum óx Jeunesse ásmegin, og tókst á allra síðustu mínútunum að jafna. — Áhorfendur yfirgáfu völlinn óánægðir. Nánar um gang leiksins: Þegar á annari mínútu leiksins hefði það getað orðið 1:0 Jeunesse í vil, þeg- ar De Genova sendi fyrir markið og Dagsson markvörður rann til og knötturinn straukst við stöng- ina. Tveim mínútum síðar skaut Taglíatesta á mark aftur fyrir sig og varði Dagsson glæsilega. Njáls- son braut illilega á Taglíatesta, sem varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Stuttu síðar lék vinstri útherji Jónsson (sem vafalaust er bezti maður liðsins), á vörn Jeun- esse, og skaut framhjá markverð- inum, sem enga tilraun gerði til að verja. Eftir þetta mark Vals komst vörn Jeunesse út úr öllu skipulagi, rangar sendingar sáust hvað eftir annað, og það var auð- séð að vörn Jeunesse átti slæman dag. Þannig er það skiljanlegt að það var ekki fyrr en á 25. mínútu að Jeunesse tókst að halda uppi sókn og skora, sem þó var ekki viðurkennt vegna leikbrots rétt áð- ur. Mínútu síðar ver Dagsson frá- bærlega í horn eftir aukaspyrnu. Eftir að Jónsson og Gíslason höfðu verið áminntir, skorar Gunnars- son á 35. mínútu annað mark Vals, enda óvaldaður. Heimamenn voru nú hálfniður- brotnir, og léku til loka hálfleiks- ins langt undir getu. Eftir leikhlé var Jeunesse gjör- breytt lið, og þrátt fyrir það að þeir voru einum færri, þá réðu þeir gangi leiksins, einnig náðu þeir tveim góðum marktækifærum, sem ekkert varð þó úr. Þessir yfirburð- ir í sókn enduðu með marki, sem Hnatow skoraði á 56. mín. leiksins 2:1. Sóknin hélt áfram og áhorfend- ur bjuggust við sigri. Vinstri bak- vörður Vals, Friðþjófsson bjargar tvisvar á línu. En á 64. mín kom svo hið kalda steypibað. Gunnars- son hafði þotið fram vinstra meg- in, og sending hans til Jónssonar, sem var óvaldaður, olli honum eng- um erfiðleikum að skora. I liði Jeunesse varð vart uppgjafar, þar sem leikurinn var í rauninni tap- aður. Þrátt fyrir það mátti engu muna að bæði Hnatow og Digenova skoruðu á 68. og 72. mínútu. Þegar allir höfðu sætt sig við tap Jeun- esse, og margir áhorfenda yfirgef- ið völlin, skoraði Digenova á 86. mínútu. — Langer hafði skotið þrumuskoti að marki, en Dagsson gat varið með fætinum, en var

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.