Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1899, Blaðsíða 55
27
af því: kváöu landkosti góða og gnægð fiskjar í
Winnipeg-vatni. Skoðunarmönnum leist ekki
á að velja nýlendusvæði innan Manitoba-fylkis,
mun hafa litist illa á hinar graslausu og eyði-
legu sljettur, er allar voru þvínær svartar eptir
engisprettur, sem það sumar eyðilögðu næstum
allan jarðargróða í fylkinu; þeirra hefur þö eigi
orðið vart síðan.
Hinn 21. septembermánaðar afrjeðu um 250
manns að fara á stað til nýlendunnar; á leiðinni
hættust við hðpinn úr öðrum pörtum Ontario-
fylkis og Bandaríkjum nokkuð margir Islend-
ingar. Þá var engin járnbraut fyrir norðan
stórvötnin, Superior og Huron. Hópurinn fór
því á járnbraut frá Toronto til Sarnia, þaðan
eptir vötnunum til Duluth, síðan á járnbraut
gegnum Minnesota vestur að Kauðá. Síðan
vatnsveg til Winnipeg eptir ánni. Eptir litla
dvöl lagði höpurinn á stað vatnsleið norður til
Nýja íslands. Sú ferð gekk seint, því skipin
voru ekki til gangs gerð. Það voru afar störir
kassar, sem fólk og flutningur fluttist á, og var
látið reka fyrir straumi. Slíkir kassar eru opt
hafðir til að flytja á vörur og eldivið eptir ám.
Snemma morguns, 17. októhermán., lagði flotinn
á stað frá Winnipeg, með mjög lítilli viðliöfn;
kassarnir voru níu, þrír og þrír festir saman.
Mörgum, sem horfðu á flota þennan leggja á
stað, leist ekki á blikuna; sögðu menn, að allir
innan borðs myndi drukkna í Winnipeg-vatni,
ef stormur kæmi uppá. Þá var ekki um mörg
gufuskip að gera, sem gengu norður á vatn; að
eins gufubáturinn „Colville". 21. oktöber tók
gufubátur þessi flotann, sem þá var kominn
niður undir Rauðár-ósa, og drö hann samdæg-
urs norður að Víðinesi (Willow Point). Eptir