Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1899, Blaðsíða 56
28
nœrri 5 daga ferð frá Winnipegtil Nýja íslands
stigu þessir fyrstu landnámsmenn þar fœti á
land. Það var síðla dags (kl. 4*) á síðasta sum-
ardag 1875.
23. oktöber var byrjað að byggja hið fyrsta
hús á þeim stað, sem nokkru síðar var gefið
nafnið Gimli. Það var íbúðarhús Friðjóns
Friðrikssonar. Húsið var hvorki stórt nje vand-
að; veggjunum hrönglað upp úr sivölum trjá-
bolum, eins og þeir fyrir hittust í skóginum.
Húsið var í tveim pörtum, og loptlaust. Þakið
var raftur sívalur, hulinn að ofan með heyi og
leir. I rifurnar á veggjunum var klesst leir,
bæði utan og innan. Allir, sem vetlingi gátu
valdið, fóru nú að byggja; eptir lítinn tíma kom
upp allstört þorp af bjálkakofum, sem auðvitað
áttu að eins að verða til bráðabirgða. Flestir af
kofum þessum voru með sama lagi og einungis
12 x 16 fet á stærð. Þakið var þvinær iiatreft,
með sívölum rafti, og dreift yfir heyi og Jeir að
ofan. Margir af kofum þessum voru þvínær
gólfiausir; nokkrir borðstúfar lagðir í miðjan
kofann, eða þar sem matreiðslu-stóin átti að
standa. Borðviðui sá, er menn áttu kost á, var
úr kassafiotanum, sem áður er nefndur; liann
var allur dreginn sundur og borðviðurinn úr
honum upphafiega ætlaður til húsabygginga.
Nokkrir úr hópi þeim, sem vjer höfum fylgst
með hjer að framan, fóru undir eins að Hta eptir
bújörðum í kringum Gimli, og föru þegar að
byggja á þeim. Allt landið í Nýja Islandi var
þá ömælt, nema ,,to\vnship“ 18, í 4. röð austur
frá 1. hádegisbaug. Til þess að tveir menn eða
tíeiri ekki byggðu á sama landi mældu Is-
lendingar sjálfir þegar er ís var nögu traustur
landið meðfram ströndinni, sunnan frá ,,town-