Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1899, Blaðsíða 66
38
Gullbringusýslu.sem skrifara og fjehirði, oghef-
ur hann haldið þvi embætti síðan.
Bóluvcikin, m. m.
Veturinn 1875—76 voru talsverð veikindi
meðal nýlendumanna, þar á meðal bjúgveiki
ali-ill, og dóu nokkrir. Haustið eptir, í septem-
bermánuði 1S76, kom upp hættuleg og viðbjóðs-
leg veiki, er dreifðist þvínær um allt Nýja Is-
land. í fyrstu þekkti enginn af nýlendumönn-
um þá veiki, sem reyndist vera bólan. Hún var
ekki skæðnstu tegundar, því hún sneiddi alveg
hjá nálega tveimur þriðju manna, þar sem hún
þó kom á heimili. Bólan stóð yfir í fi mánuði,
til þess benni var með öllu af ljett. Alls deyddi
bún af Islendingum 102 menn, flest unglinga og
börn. Pylkisstjórinn í Manitoba, sem þá var
einnig æðsti stjórnandi í Keervatin, setti þegar
sóttvörð með nokkrum hermönnum til hindrunar
samgöngum milli Nýja Islands og Manitoba.
Vörður þessi var settur 27. nóvemberm. þá um
haustið. Hann var um 15 mílur fyrir sunnan
nýlenduna, við Nettly-læk. Var engum leyft
suður fyrir, sem ekki hafði fengið bóluna, nema
hann biði þar 15 daga, tæki bað og klæddist í ný
föt. Hinum, sem böfðu fengið bóluna, var leyft
að fara tafarlaust, eptir að bafa tekið bað og
klæðst öðrum fötum Stjórnin lagði til fötin, og
notuðu sumir sjer það; þeir fóru í verstu lörfum,
en komu aptur prúðbúnir. Engin brjef fengu að
fara út úr nýlendunni nema þeim væri þar fyrst
dýft í ,,oarbol“-sýru. Aðundirlagi umboðsmanns
yfirstjórnarinnar kom í byrjun desembermánað-
ar læknir til nýlendunnar. L"m sama leyti sendi
fylkisstjórinn tvo lækna. Allir læknarnir komu
til að skoða heilbrigðisástandið og lækna hina