Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1899, Blaðsíða 72
44
Briem til prests, og fór sú athöfn fram á Gimli
81. marz, og þjónaði sjera Halldór þeim söfnuð-
um, sem sjera Jón hafði áður þjónað, þangað til
í marz 1881, aðhann fór alfarinn úr Nýja Islandi,
suður til Minnesota.
Hinn 19. október 1877 kom sjera Páll Þor-
láksson til Nýja Islands, samkvæmt áskorun.sem
hann fjekk frá 120 heimilisfeðrum í nýlendunni.
Hafði hann gefið kost á að takast prestþjónustn
á hendur hjá þeim, on þó ekki nema næsta vetur,
vegna safnaða hans í Wisconsin. Hann vissi
ekki, hvers hann mátti vænta, með því eigi var
samið köllunarbrjef til hans af hálfu þeirra, sem
sendu honum áskoranina um að koma. Eptir að
sjera Páll kom inynduðu þeir, sem sendu
lionum áskoranina, söfnuði og var frumvarj) til
safnaðarlaga samið(sjá „Frf.“ 1,1(5). Áhangend*
ur sjera Páls nefndu sig „Hinn islenzki lúterski
söfnuður í Nýja íslandi". Safnaðarlagafrum-
varpið var í 21 grein, undirritað af 8 mönnum
auk sjera Páls. Söfnuðir þeir, sem þessi lúterski
hópur samanstóð af, iijetu svo: Vídaiinssöfn-
uðurií Víðinesbyggðt, Hallgrimssöfnuður (i suð-
urhluta Arncsbyggðar) og Guðbrandssöfnuður (i
norðurhlutanumj. Nokkrir voru og i Fljóts-
byggð, sem tilheyrðu flokki sjera Páls. 27. apríl
næsta vor á eptir fór sjera Páll suður til safnaða
sinna í Wisconsin. Um miðjan nóvember sama
ár kom hann ajrtur til að vitja safnaða sinna i
Nýja Islandi, og dvaldi nokkurn tima. Margir
úr söfnuðum hans voru þá þegar fluttir til Da-
kota. Vorið 1879 fór sjera Páll alfarinn úr Nýja
Islandi.
Vegna þess að allmiklar deilur höfðu spunn-
ist út af kenningum Norsku synódunnar var
trúarsamtalsfundur haldinn á Gimli 17. og 18.