Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1899, Blaðsíða 94
66
stðlpumim. ef hinn gildari endi hans frötar-end-
inn) veit niður, en það er þessi vökvi, sem fljöt-
ast feygir girðinga-stölpa.
Um valns afl.
Eins og kunnugt er, er hestaflið metið ígildi
þess afls, er útheimtist til að lypta 33 þúsund
punda þunga eitt fet frá jörðu á hverri mínútu.
Hestafl í vatni þýðir því það, að 33 þúsund pund
af vatni verða að falia eitt fet á hverri mínútu
til þess að verða ígildi eins hestafls. Með at-
hugun og nákvæmni getur hver maður mælt
svo nærri lagi sje vatnsaflið í á eða læk, sem
liann ber að, og sem straumhraði sýnir aðmætti
nota til vinnu. Fyrst cr að mæla straumhrað-
ann og þar næstbreidd ogdýpi lækjarins eða ár-
innar. Breiddin og dýpið þvert yfir ána sýnir,
hvað mörg teningsfet af vatni ávallt eru á sama
stað, en hvert tcningsfet af vatni er 621 pund að
þyngd. Þegar fenginn er teningsfeta-fjöldinn af
vatni þvert yfir ána, á gefnum stað, skal marg-
falda hann með fetafjötdanum, sem straumur-
inn fer á nverri minútu. Það, sem þá kemur út,
skal margfalda með punda-tölunni í hverju ten-
ingsfeti af vatni, þ. e., með 62Þá útkomu
skal aptur margfalda með fetafjöldanum í hæð
fossins eða flúðanna. Þá er allt fengið, og skal
deila síðustu útkomunni með 33,000 (1 hestafl)
og kemur þá í ljös vinnuafl straumsins í hest-
afla-tali. Þetta dæmi er sett til skýringar:
Lækurinn er 40 feta breiður. vatnið 1 fet á dýpt,
fallið,—fossinn eða flúðirnar yfir iiann þveran
—10 fet, og straumhraðinn 150 fet á mínútu
hverri. Teningsfeta-fjöldinn af vatni, yfir
þveran lækinn, er )>ess vegna 40, og gera þau
margfölduð ineð straumhraðanum (150 fet min.)
6,000 (40 x 150—G,0iX)). Sex þúsundin margföld-
uð með pundatölunni i teningsfeti af vatni gera
375 þúsuud (6,000 x 62)4—375,000) pund af vatni
á mínútu. Nú er hæðin, sem vatnið fellur, 10 fet,
og margfaldi maður nú 375,900 með þeirri tölu
(375,000 x 10\ koma út 3,750,000, en það er punda-
þungi vatnsins á mínútu hverri. Heili maður