Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1899, Side 74
415
tilboði gekkst wjera Friðrik .T. Bergmann í nafni
kirkjufjelagsins fyrir þvi, að Bræðrasöfnuður í
Fljótsbyggð sendi honum köllun. Þeim söfnuði
hefur hann svo þjónað siðan fiann kom, en einn-
ig öðruin smásöfnuðum í Nýja Islancli og víðar.
Blöi) IVý-í.Hlendluga 111. m.
Því máli, að gefa út blað á íslenzku i Nýja
Islancli, var fyrsthreyft á fundi,sem haldinn var
á Gimli í janúar 1877. Var álitið, að best mundi
að mynda hlutafjelag til að kaupa pressu og
önnur nauðsynleg áhöld. Nokkrir menn tóku
að sjer, að útvega loforð manna um að kaupa
hlutabrjef. Þeir skýrðu frá árangrinum á fundi,
sem lialdinn var 5. febrúar á Gimli. Loforð
voru þá komin svo mikil, að fjelag var myndað
og nefnd kosin. Var lielmingur hins ákveðna
höfuðstóls heimtaður strax. Fjelagsnefndin tók
tafarlaust til að panta prentáhöldin, og komu
þau i júnimán. sumarið eptir. Að áhöldin komu
ekki fyr var því að kenna, að letursteypumenn
liöföu eigi þá íslensku stafi, sem íslenskan hefur
umfram önnur mál, og varð því að gera mótin
og steypa þá. Sjera Jón Bjarnason, sem þá var
í Minneapolis, gekk á milli með að útvega prent-
áliöldin. Þeir Sigtryggur Jónasson, Friðjón
Friðriksson og Jöhann Briem voru í stjörnar-
nefnd fjelagsins, er nofndist „Prentfjelag Nýja
Islands". Akveðið var. að skíra hið nýja blað
„Framfara" og kom liið fyrsta núiner þess út
10. september 1877, en siðasta blaðið i!0. jauúar
1880, og eitt aukablað 10. apríl s. á. Þeir, sem
voru frumkvöðlar þessa lofsverða fyrirtækis,
voru þeir Sigtryggur Jönasson, Friðjón Frið-
riksson og Jóhann Briem. Þeir munu hafa átt
Hest hlutabrjef í fjelaginu. Ank þeirra voru