Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 47
ALMANAK 1908. 23
Var hún komin af þeim Arngrími sýshimanni og Hrólfi
sýslumanni sterka.
Friöjón ólst upp með þeim foreklrum sínum á Hóli
og Sjóarlandi, þangað ti! hann var 18 vetra, Réðst hann
þá til Ágústs stúdents Jónssonar, sonar-sonar síra Jóns
lærða á Möf'rufelli; bjó hann á Ljótsstöðum í Vopnafirði.
Með lionum var hann einn vetur við nám. Síðar var
hann tvo vetrarkafla með síra Gunnari Gunnarsyni á
Sauðanesi og fekk tilsögn í állmennum fræóum. Má geta
nærri, að hann hefir haft gott af að vera á vegum þess á-
gætis manns og njóta tilsagnar hans. Á sumrum var
hann ýmist í kaupamensku eða við verzlan í Þórshöfn og
Raufarhöfn á spekúlanta-skipum. Um þetta leyti fekst
hann líka nokkuð við barnakenslu, því aldrei var hann
svo,að hann hefði ekki eitthvað fyrir stafni. Árin 1871-72
var hann skrifari á Eskifirði hjá Valdimar sýslumanni
Olivarius og Jóni Johnsen, Ásmundssyni frá Odda, eftir
að hann tók við sýslunni. Haustið 1872 tór Friðjón að
Harðbak á Melrakkasléttu og var þar næsta vetur. En
sumarið 1873 réðst hann til Ameríkufarar og var þá ný-
kvæntur.
Það var fyrsti stór-hópurinn, sem fór frá íslandi til
Ameríku og var í honum margt gervilegustu manna úr
Þingeyjar og Evjafjarðarsýslum. Þar var Ólafur Ólafsson
frá Espihóli, Hallgrímur Gíslason frá Rútsstöðum, Pétur
Thorlacius frá Stokkahlöðum, Þoriákur Jónsson fráStóru-
tjörnum í Ljósavatnsskarði, Baldvin Helgason frá Gröf á
Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, Stephan G. Stephansson,
skáldið, Jakob Sigurðsson Eyfjörð frá Kristnesi, Eiríkur
Bergmann frá Syðra-Laugalandi, Jón Þórðarson frá Skeri
við Eyjafjörð, þau skáldin Sigurður Jóhannesson og
Kristinn Stefánsson, Baldvin L. Baldvinsson, ritstjóri, og
Árni Friðriksson, bróðir Friðjóns.* Með þessum hópi má
#) Asamt ýmsum fieiri, sbr. Almanak 1900.