Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 88
64
ÓI.AFUR S. THORGEIRSSONr
mannúðarlegu sjónarmiði skoðað, gæti samþýðst beína
hindrun annarar drepsóttar.
Þegar hræðslunni létti af henni, sem hún fljótlega
gjörði, tók hún aftur til að þrátta, eins og að undanförnu,
og lét svo allt annað ógjört. Þess vegna gjörði drepsóttin
vart við sig að nýju á !águ stöðvunum sem fyr — svo
hélt hún áfram og uppávið eins og refsiglóð réttlátrar
hefndar, og sópaði burtu afar-miklum fjölda af ófriðar-
seggjunum. En ekki var einn einasti maður á meðal
þeirra, sem kannaðist nokkurn tíma við, að bann liet'ði
orðið þess minnstu vitund var, að sér væri nokkurn
skapaðan hlut hér um að kenna.
Þannig lifði Nafnlaus, og dó samkvæmt af-
gamalli venju; og þetta er í megindrættunum sagan af
Nafnlaus.
Átti hann ekkert nafn, spyrjíð þér. Ef til vill hét
hann Legíón. Það skiftir litlu hvað hann hét, við skulum
nefna hann Legíón.
Ef þér hatið einhverntínia verið staddur í belgisku
þorpunum í grend við Waterloo vígvöllinn, munuð þér
hafa séð þar í kirkju einni, lítilli og afskektri, minningar-
mark reist af dyggum og trúföstum samliðsbræðrum í
öllum hertýgum, til minningar herfylkishöfðingja A,
riddarahersi B, höfuðsmanni C, D og E, flokksfvrirliða F
og G, merkisbera H, 1 og J, sjö undirforingja og eitt
hundrað og þrjátíu óbreytta liðsmenn, sem féllu við
góðan orðstír hinn minnistæða dag. Sagan af Nafnlaus
er saga hinna óbreyttu liðsmanna heimsins. Þeir
bera sinn hluta af þjáningum stríðsins, þeir eiga sinri þátt
í sigrinnm, þeir falla, þeir láta ekkert nafn eftir sig nema
í fjöldanum. Lífsganga hins roggnasta á meðal vor endar
í sama moldvarpinu sem þeirra.
Vér skulum nú minnast þeirra á þessu ári við jóla-
blysin vor og gleyma þeim ekki þegar þau eru útbrunnin.
(Jón Runólfsson þýddi.)