Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 81
ALMANAK 1908.
57
sér daglegs brauðs í daglegum svita síns andlitis frá því
á morgnana árla, aö farið var á fætur, og þangað til á
kvöldin síðla, að gengið var til hvíldar. Út yfir slík for-
lög sá hann ekki og girntist heldur ekki að sjá.
Það vantaði ekki bumbuslátt og lúðurblástur í ná-
grenni hans, en þar átti hann engan hlut að má)i. Sá
gauragangur og glamurkliður kom allur frá Herruðu
ættinni. , Hann furðaði sig allan á hinu óskiljanlega at-
ferli þeirrar ættar. Hún reisti upp hin ankringilegustu
líkneski úr járni, marmara, eir og kopar úti fyrir dyrum
hans og gjörði skuggsýnt í húsinu með alls konar óhugn-
aðar ferlíkum ekki ósvipuðum hestum. Hann furðaði
stórum á því, hverju slíkt mundi sæta, svo glotti hann dá-
lítið rustalega, en góðmannlega, að öllu saman og hélt
áfram að strita.
Herraða ættin, sem samanstóð af öllu stórmenninu í
grendinni, og hínu hávaðamestu, hafði færst í fang að
létta af honum því ómaki, að hugsafyrir sig sjálfan og að
stýra honum og sýslan hans.
,,Nú, jæja, “ sagði hann, ,,eg hefi ekki mikinn tíma
aflögu, og fyrst þér viljið gjöra mér þann greiða, að
hugsa fyrir mig og hafa hönd í bagga með mér í stað
hins litla sem eg get látið af hendi rakna við yður í
peningalegu tilliti“ — því Herraða ættin var ekki hafin
yfir peninga hans — ,,þá er miklu af mér hrundið, og eg
yður mjög þakklátur, hugsandi sem svo, að þér vitið bezt
hvað til tníns friðar heyrir“. Til þess var einmitt leikurinn
gjörður með bumbusláttinn, lúðurblásturinn, ræðuhöldin
og hin viðbjóðslegu hestaferlíki, sem til var ætlast, að
hann félli frammi fyrir og tilbæði.
,,Eg botna svo sem ekkert í þessu, “ sagði bann og
nuddaði vandræðalega hrukkótta ennið á sér, ,,en eitt-