Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 55
ALMANAK 1908.
3'
fram á þetta. Bágt átti hann með að skilja, að þetta væri
annað en kenjar einar. Trú hafði hann svo mikla á mann-
kostum íslendinga, að hann var næsta tregair til að trúa
þessu um þá. Samt sem áður lét hann sér að lokum
skiljast, að bezt væri, aú hver færi sem fyrst að byrja á
húsagjörð fyrir sjálfan sig, Þegar það ráð var tekið, fór
húsagjörðin að ganga miklu fljótar, án þess nokkur liði,
og síðast var fyrir öllum séð.
Af hópi þeim, sem kom til Winnipeg urðu nokkurir
þar eftir og leituðu sér atvinnu. Eitthvað nálægt 160
manns mun hafa farið ofan til Nýja-íslatids. Fjöldinn af
því var efnalaust fólk, eins og áður var tekið frarn. Hefði
ekki stjórnin hlaupið undir bagga, er óvíst hvernig farið
hefði um afkomu fólksins Það eru fremur litlar líkur til,
að það hefði haldið í sér lífi yfir veturinn. En stjórnin
hafði fyrst og fremst kostað 2,500 dala til ferðarínnar
austan frá Ontario-fvlki. í Winnipeg munu vörur hafa
verið keyptar fvrir svo sem annað eins (2,500). Og seinna
bætti stjórnin við um veturinn, svo allur mun styrkurinn,
sem þessum hópi var veittur, hafa nuntíð um 12 þúsund
dala. Veitti þó ekki af, að fólkið hefði nóg af að lifa.
Nokkuru af fé þessu var varið til að kaupa veiðiáhöld og
útsæði til næsta vors.
Nákvæmir reikningar voru haldnir yfir allar þessar
styrkveitingar. Varjohn Taylor sá, sem öllu réð um
þær. En aðstoðarmaður hans við útbýting stjórnarláns-
ins og reikningsfærslu alla var Friðjón Friðriksson. Þeir
reikningar voru allir lagðir fratn um vorið og j'firskoðaðir
af Ólafi Ólafssyni frá Espihóli, Jakobi Jónssyni frá
Munkaþverá og Jóhannesi Magnússyni frá Dögurðarnesi.
Um veturinn höfðu menn enga kú og engan kjötmat,
nema skógarhéra-kjöt, vísunda-kæfu (pammica^i) og salt-
að fieski. Einstöku maður komst upp á að veiða fisk upp
um ís.