Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 51
ALMANAK 1908.
27
Ameríku 1872 og lag'fli fyrir læknisfræði. En hann
var bilaöur á heilsu og varö yfirkominn af berklaveiki um
það leyti hann var nieð dr. Martin, Varð hann þá aö fara
frá honum og leg'g'jast inn á spítala, þar sem hann mun
liafa dáið árinu eftir (1874). Þóttist nú læknirinn, sem
verið hafði Jakob hinn bezti og saknaði hans, góður af að
hafa fengið Friðjón í stað hans.
Þarna voru þau hjón nú um veturinn. Kú og hest
hafði læknirinn á stalli og varð Friðjón að gegna fjós-
störfum, og líta eftir þörfum heimilisins. Það kom sér
vel fyrir Friðjón, að hann kunni nokkuð dönsku, því
læknirinn gengd.i læknisstörfum að allmiklu leyti með
Dönum og öðrum Norðurl.-mönnurn.en all margt þeirra var
í borginni. Hafði hann Friðjón með sér til að túlka, þeg-
ar hann var að vitja sjúklinga þessara, sem lítið eða alls
ekki kunnu að mæla enska tungu. Auk þess hafði Frið-
jón bókfærslu alla á hendi fyrir lækninn. Svo leið
veturinn.
Enn um vorið réðst hann til kaupmanns eins þar í
borginni fyrir búðarmann. Fekk hann þá 7 dali um
vikuna og þótti það gott kaup. Voru þeir Ólafur Ólafs-
son þá í samlögum með að taka hús til leigu og bjuggu
þar báðir. Þarna var Friðjón þangað til í lok ágústmán-
aðar um sumarið. Fór hann þáaustur til Toronto og tók
að vinna þar á skógerðarverksmiðju. Þeir Baldvin L.
Baldvinsson og Árni Friðriksson höfðu verið þar frá því
haustinu áður.
En í janúar 1875 fluttist Friðjón þáðan og til Kin-
mount; tók hann þar við verzlan fyrir Sigtrygg Jónasson,
eins og frá er sagt í þættinum um hana. Þar var hann
þangaó til um haustið,að lagt var af stað frá Kinmount og
vestur til Manitoba í því skyni að nemaþarlönd og stofna
alíslenzka nýlendu, þar sem íslendingar gæti verið út af