Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 50
2Ö
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
Eftir dálitla stund kemur læknir þessiinn,a<i vitja um
sjúklinginn. Hét hann dr. Martin, hinn mannúölegasti
maður, og gazt Friðjóni þegar sérlega vel að hotnun.
Það þótti bera vel í veiðar, að Friðjón var kominn, því
fremur var lítið um kunnáttu enskrar tungu hjá þeim, sem
fyrir voru. En Friðjón kunni þegar ensku töluvert, er
hann fór af íslandi, hafði ,,túlkað“ á leiðinni hið helzta,
sem með þurfti, og æfzt nokkuð í að tala þær fáu vikur,
sem hann nú var búinn að vera í landi. Þótti mönnum nú
vænt um, að hann skyldi kominn og geta talað við lækn-
inn fyrir hönd þeirra, er þarna voru. Þegar læknirinn
varð þess var, að hann kunni að mæla enska tungu, tók
hann hann tali og fór að spyrja hann um hagi hans og á-
stæður. Friðjón kvaðst hafa komið þangað til borgar-
innar kveldinu áður og vera nú að skygnast um og vita,
hvort hann muni nokkuð geta fengið að gjöra. Vissi
hann vel, að örðugt var um atvinnu, því bankahrun og
peningaekla var mikil i landi um þessar mundir og at-
vinnubrestur mjög tilfinnanlegur. Kom þar sanit, að
dr. Martin þessi bauð honum til sín að fara, ef hann vildi.
Kvaðst hann ekki geta goldið honum laun, en húsaskjól
og fæði skyldi hann láta honum í té, svo eitt gengi yfir þá
báða. Tók Friðjón boðinu með þökkum, en tjáði lækni
að hann væri kvæntur maður, og eitt yrði yfir þau hjón
bæði að ganga. Glotti þá dr. Martin við og mælti, að ef
konunni sinni litist ekki lakar á konuna hans, en sér litist
á hann, myndi hún sjálfsagt taka við henni b'ka. Áður
kveld var komið þenna sama dag, var Friðjón kominn
með konu sína til þeirra læknishjónanna. Var lækninum
sérlega hlýtt til íslendinga, því með honum hafði áður
verið íslendingur einn um tíma, Jakob Pálsson, stúdent
frá latínuskólanum í Reykjavík, sem orðið hafði síra Páli
heitnum Þorlákssyni frá Stórutjörnum samferða til