Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 87
ALMANAK 1908.
63
gjört sv'o lítiö úr sér að staðnæmast við vorn auSvirðileg'a
þröskuld, fyr en vér sameinumst hinni rembnu og kávísu
kynslóð þarna yfir frá í því, að gjöra alt hið rétta. Vér
getum ekki lifað heilnæmu og viðurkvaemilegu lífi nema
þeir, sem tekist hafa á hendur að stýra oss, gjöri oss það
mögulegt. Vér getum ekki fræðst nema þeir vilji fræða
oss; vér getum ekki á skynsamlegan hátt skemt oss,
nema þeir vilji skemta oss; vér getum ekki af sjálfsdáð-
um annað en haft einhverja falsguði, á meðan þeir fylla öll
torg og almannasvæði með sínum eigin. Hið illa, sem
stafar af rangri tilsögn, hið illa, sem stafar af djöfullegu
skeytingarleysi, hið illa sem stafar af óeðlilegri kúgun og
synjun sérhverrar göfgandi nautnar, mun allt streyma út
frá oss, og ekkert af því mun líða undir lok með oss, það
mun útbreiðast í hið óendanlega. Það gjörir það ætíð;
það hefir ætíð gjört það — einmitt eins og þessi drepsótt.
Eg hefi að lokum, að eg hygg, komizt að raun um það.“
En kennarinn tók aftur til orða: ,,Ó, þú bágborni
verkalýður ! Hversu sjaldan er það, að vér heyrum minnst
á yður, án þess aðþér séuð viðriðnir einhver vatidræði !“
, ,Kennari góður,“ svaraði hann, ,,eg er Nafnlaus,
og mjög lítil líkindi til að mín verði getið (né fólk
hirði rnikið um að heyra mín getið) nema í sambandi við
einhver vandræði. En aldrei verður það, að þau fái rót
sína rakið til mín, og aldrei verður það, að þau hverfi með
mér. Sem eg er lifandi maður, koma þau aðsteðjandi til
mín og streyma út frá mér. “
Það var svo mikil sanngirni í því, sem hann sagði, og
Herraða ættin hafði pata af því, og auk þess hafði hin
nýafstaðna eyðing slegið þvílíkri ofboðs skelfingu yfir
hana, að hún fastréði að gjöra í sameíningu við hann,
allt hið rétta — að minnsta kosti að því leyti sem það, frá