Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 61
ALMANAK 1908.
37
toba-fylki í fvrstu, heldur Keewatin-fylki og' var aö mestu
fyrir utan landslögf og rétt. Var alíslenzk sveitarstjórn
mynduð, sem aö mörgu leyti er merkileg, þar sem hún
sýnir svo einkar ljóst, hve glöggar hugmyndir nýlendu-
menn höfðu um mannfélagsskipulag y'firleitt. Bygðar-
stjórar voru þeir kosnir Björn Jónsson í Víðirnesbygð,
Bjarni Bjarnason frá Daöastöðum í Árnesbygð, Jóhann
Briem í Fljótsbygð og Jóhann Straumfjörð í Mikley. Sig-
tryggur Jónasson var kosinn Þingráðsstjóri, en Friðjón
Fi .ðriksson vara-þingráðsstjóri. Þegar Framfari komst á
iótjVar Friðjón í stjórnarnefnd blaðsins með þeim Sigtry'ggi
Jónassyni og Jóhanni Briem. Og þegar farið var að
starfa að kirkjumálum með nýlendumönnum, tók hann
fjörugan og áhugamikinn þátt í þeim, eins og ávalt síðan.
í nóvemberárið 1879 keyptu þeir Friðjón Friðriksson,
Sigtryggur Jónasson og Árni bróðir Friðjóns gufubátinn
Victoria og byrjuðu á að koma upp sögunarmylnu, til
þess að koma skóginum, sem stóð þarna öldungis ónot-
aður, í sagaðan efnivið, sem svo gæti orðiö verzlunarvara.
Um þetta ley'ti voru útfiutningar miklir byrjaðir úr ný-
lendunni fyrir atvinnubrest og óánægju. Átti sögunar-
mylnu fyrirtækið óefað mikinn þátt í, að Nýja ísland gjör-
eyddist ekki að fólki. Vorið 1881 fiutti Friðjón Friðriks-
son frá Gimli. Voru þá ekki orðnir eftir nema 16 búend-
ur í Víðirnesby'gð, og viðskiftamenn verzlunarinnar orðnir
fáir. Það vor tóku menn að flytja til Argy'le og í tvö ár
hafði mikill útflutningsstraumur verið til Dakota. Flutt-
ist nú Friðjón norður að Möðruvöllum við íslendingafljót,
þar sem Sigtry'ggur Jónasson háfði áður búið. Hann var
þá fluttur til Winnipeg. Þarna við fljótið voru þau hjónin
þangað til haustið 1884. Svo voru þau í Winnipeg og
Selkirk tvö ár. En haustið 1886 fluttust þau til Glenboro
norður af Argyde-bygð og voru þar í 20 ár eða þangað til