Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 77
ALMANAK 1908.
53
hlýtt var það og' hreint og hollt og það var mér fyrir
mestu, skal eg segja þér.
Fólk segir, að eg hafi átt ervitt um dagana. Að
vísu. Eg hefi æfinlega orðið að halda í hvern eyri eins
lengi og mér var með nokkru móti mögulegt. Eg hef
orðið að vinna og spara. En eg hef uppskorið ríkulega.
Blessuð börnin — þau voru svo góð !“
Þarnæst sagði hún mér hverja atvinnu hvert hefði.
Alphotise, elzti sonurinn, komstí búð þegar hann var bú-
inn í barnaskólanum, fekk 10 dala kaup um mánuðinn og
seldi blöð á heimleiðinni, til að vinna upp fargjaldið.
Samt var ekki brúkað einu centi meira til heimilisþarfa.
Aðeins var 10 dölum tneira lagt inn í bankann á hverjum
mánuði, því að Alphonse færði hentti umslagið sitt óskert
á hverri viku, eins og faðir hans hafði gert. ,,Alphonse
er vænn piltur, “ sagði Maria, ,,og var alla tíð eptirlátt
barn. Þegar hann varð 21 árs, þá fekk hann afmælis-
gjöf í fyrsta sitin — eg gaf bonttm tíu cent til að skemta
sér fyrir. “
Hann giftist þegar hattn var 26 ára, og vikuna næstu
á undan færði hann móðursinni umslagið sitt ósnert að
vanda. Hann býr nú í einu af húsum Mariu og hefir
eftirlit með þeim og innheimtir húsaleiguna fyrir hana.
Annar sonur hennar vínnur við járnsteypu, hefir stundað
þá iðn í Englandi, í Kína og víðar, er nú giftur og seztur
að í ríkinu Washington.
Af dætrunum er Maria öllu stoltari en drengjunum.
Þær fóru báðar í verzlnnarskóla, Maria, sú eldri, þegar
hún var 14 ára. Hún hafði röggsemina af móðír sinni;
þegar það dróst, að skólinn útvegaði henni stöðu, eins og
til stóð, þá fór hún og útvegaði sér sjálf atvinnu í heild-
sölu-húsi inni í borginni.
Þannig rakti Maria sögu allra barna sinna. Eg
5