Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 57
ALMANAK 1908.
33
Alt var þetta unnið undir umsjón þeirra John Taylor’s og
mæling-amantis stjórnarinnar. En þeir fengu Friðjón
Friðriksson til að vera gjaldkera fyrirtækisins. Sömdu
þeir svo um við hann, að hann skyldi gjalda verkamönn-
um helming kaups í peningum, en hinn helminginn mætti
hann gjalda þeim í vörum, með verði, sem þeír áliti sann-
gjarnt. Hlynti þetta töluvert að verzlan hans með ýmsu
móti. Mest var um það vert, að peningar komu á þenna
liitt inn í nýlenduna, sem ekki voru til áður, og verzlanin
þurfti á að halda, því ekki er gott að halda verzlan við
lýði, þegar engir peningar eru í aðra hönd og engar bú-
skapar-afuröir heldur, er hægt sé að konia í verð. Það
var í hag verzlunarinnar, að hann gætti þess, að selja ekki
vörur sínar hærra verði en söiiiu vör'ur voru seldar í Sel-
kirk, þó lengra væri að flytja þær alla leið til Gimli. En
Selkirk var næsta kauptún við nýlenduna, þar sem eðli-
legt hefði verið fyrir nýlendumenn að verzla, ef þar hefði
verið hægt að komast að betri kaupum. En þar sem það
var ekki. keyptu menn nauðsynjar sínar allar hjá Friðjóni
Friðrikssyni, -—- eins fyrir þann hluta kaupsins, sem þeim
hafði verið göldinn í peningum. Eins jókst verzlan hans
að stórum mun, þar sem um 15 hundruð manns komu frá
ísíandi sumarið 1886 til nýlendunnar og settust þar að.
Bóluveturinn 1886—7 var Nýja ísland einangrað frá
umheiminum, svo sóttin bærist eigi út um landið. Var
vörður settur suður af nýlendunni, fyrir sunnan læk þann
er Boundary Creek nefnist við braut þá, er stjórnin haf?i
gjöra látið. Nokkuru síðar ar annar vörður settur miklu
sunnar, 6—7 mílur norður af Selkirk-bæ og átti hann að
vera í vegi fyrir allri umferð eftir ánni. Vörður þessi var
látinn standa þangað til í júnímánaðarbyrjan. Var veikin
þá urri garð gengin fyrir nokkuru, en sótthreinsan ekki
verið látin fara fram og þótti mönnum það dragast miklu