Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 96
1*
ÓI.AFUR S. THORGElRSSON.'
,,Árið 1863 settist eg að í Orleans sem ungur læknír.
Sú borg er veglega húsuð, með því að ríkismenn og höfð-
ingjar eiga þar heima mjög margir, og því er ervitt fyrir
ógifta menn að fá þar hentugt húsnæði, en mig langaði til
að háfa rúmt um mig og loftgott, og því settiat eg að í
stóru húsi utanborgar, nærri Saint-Euverte. Kaupmaður
liafði reist það, er lét vefa tjöld og ábreiður í stórum stýl,
hafði neðsta gólf fyrir Lúð og vörugeymslu en bjó á efra
loftinu. Þegar hánn fór á höfuðið, var húsið selt fyrir
hálfvirði með öllu sem í var, með því að enginn fekst til
að búa þar. Kaupandi ætláði sér að græða á kaupunum,
með því ah bygðin var að færast í þá áttina, og nú ætla
eg að svo sé komið, að borgin sé vaxin út fyrir þann
stað. En þegar eg settist þar að, þá stóð húsgímaldið
eitt sér á bersvæði, en innfrá þvf lá stræti, þar sem húsiti
stóðu strjált eins og gemlur í illa tenntum kjálka.
Eg leigði helminginn af fyrsta gólfi, fjögur herbergi.
Svefnherbergi óg skrifstofu hafði eg út að götunni, í öðru
hinna hafði eg fatnað minn og farangur, en hitt stóð
tÓmt. Þetta húsnæði var mér hentugt og þægilegt og
enn er þe'ss að geta, að meðfram allri húshliðinni voru
veggsvalir, er eg hafði fyrir mig einan, eða helminginn af
þeim, réttara sagt, því að járngrindur skiftu þeirn í tvent
(takið vel eftir þessu), en þó mátti vel klifrast yfir þær.
Það var í júlímánuði, þegar eg var búinn að vera
þarna í tvo mánuði, að eg kom heim eitt kveld. Þá brá
mér við að sjá ljós skína úr gluggum á sama lofti og eg
bjó, en þar átti eg engra manna von. Ljósið var undar-
legt, fölleitt en þó skært, og lýsti greinilega veggsval-
irnar, götuna og fiötina framundan.
Eg hugsaði með sjálfum mér: Jájá, eg er þá búinn
að fá nágranna.