Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 83
ALMANAK 1908.
59
næmt viöurværi, en í augum hans voru þau sanit inndæl.
Umfram alt annaö þráöi þessi mavur af heilum hug, að
börnum sínum vrði kennt. ,,Þó aö heimnrinn stundum
færi með mig í gönur, “ sagði hann, ,,vegna vankunnáttu
minnar, þá vil eg aö minnsta kosti, að þau verði aönjót-
andi rneiri fræðslu en eg og geti látið sér mín víti að
varnaði verða.
Þó aö mér hafi gengið ógreiölega að verða aðnjót-
andi ávaxta unaðsemda þeirra og upplýsinga, sem í bók-
um eru fólgnar vil eg eigi :tð síður, að þeim verði gjört
hægra fyrir um það. “
En Herraða ættin fór í háa rifrildi sín á meðal í til-
efni af því, hvaö lögmætt væri að kenna börnunt þessa
manns. Nokkrir af ættinni stóðu á því fastara en fótun-
um, að það (sem þeir tilnefndu) væri einkum og sér í
lagi óhjákvæmilega nauðsynlegt yfir alla hluti fram; en
aðrir af ættinni stóðu á því fastara en fótunum að það
(sem þeir tilnefndu) væri einkum ogsérílagi nauðsyn-
legt yfir alla hluti fram. Og þaö slitnaði algjörlega upp
úrá milli ættingja Herruðu ættarinnar, svo skiftust þeir í
flokka, sömdu llugrit, héldu fundi, birtu stefnur og áttu
í allskonar illdeilum; drógu hvern annan fyrir lög og dóm
hins veraldlega réttftr og fyrir lög og dóm hins andlega
réttar; atyrtust, börðust með hnúfum og hnefum, flugust
á og létu kné fylgja kviði af ósegjanlegri grimd. En
á meðan sá maður þessi á hinum bráðfleigu tómstundum
sínum heima hjá sér ákvöldin, börnin sín numin af tiölí-
um í jötunheima fávizkunnar; hann sá dóttur sína gjör-
spillast og verða að ánauðugu kjagandi drægsli. Hann
sá son sinn verða að þræli girnda sinna og ástríðna og
dragast niður á lægsta stig glæpa og guðleysis. Hann
sá ljósið, sem bjarmaði fyrir í augum ungbarna sinna
hverfa og snúast svo grátlega til undirhyggjú og ótrít-