Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 112
88
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
Estella Maud Thomson, dótturdóttir Baldvins heit.
Helgasonar frá Gröf á Vatnsnssi í Húnav.s. [faðir hennar
canadiskur].
Árni, sonur Stefáns Björnssonar og Kristínar Árna-
dóttur af Rej'kjaströnd við Skagafj., til heimilis í Selkirk.
Guttormur, sonur Guttorms Þorsteinssonar bónda í
Nýja-ísl., frá Krossavík í Vopnafirði.
Hjörtur, sonur Jónasar Leó, af Skaguströnd,til heim-
ilis í Selkirk.
15. júní 1907. Sigfurður Júl. Jóhannesson tók burt-
fararpróf í læknisfræði við National Medical Unvversity í
Chicago.
24. nóv. 1907. Vígð kirkja á Baldur, Manitoba, af
forseta Hins ev. lút. kirkjufél. ísl. í Vesturheimi, síra
Jóni Bjarnasyni. Var sú kirkja reist af nýmynduðum
söfnuði þar, sem nefnir sig Immanúel-söfnuður, og prestur
þess safnaðar er síra Friðrik Hallgrímsson.
Fyrripart ársins 1907 voru fullsmíðaðar t.vær stór-
byggingar (Blocks) úr steini er íslendingar hafa látið reisa
í Winnipeg: Arinbjörn Sigurgeirsson Bardaþútfararstjóri,
hans bygging stendur á Nena stræti, milli William- og
Bannatyne stræta og er að stærð 60x100 fet, þrílyft, og 4
kostaði um fimtíu þúsund dollara.—JónJ. Vopni, kaupm.,
hans bygging stendur á horninu á Ellice- og Langside-
strætum og er að stærð 83x89 fet og 6 þuml., þrílyft, og
kostaði um sjötíu og fimm þúsundir dollara.