Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 84
6o
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
mennsku, að hann hefði heldur kosiö, að þau hefðu veriö
fábjánar.
,,Eg botna ekki hæti meira í þessu, “ sagði hann,
,,en eg efast um, að hér fari allt með feldu. Nei, svo
sarinarlega sem guð er í þessum þokuþrungna himni yfir
höfði mér, syrija eg fyrir, að mér sé hér um að kenna. “
Hann sefaðist von bráðara (því að geðshræringar hans
áttu sér sjaldan langan aldur og að eðlisfari var hann ljúf-
menni) svo fór hann að virða fyrir sér sunnudaga og leyfis-
daga sína og fann hversu ömurlegir þeir voru og lúalegir,
og hversu ofdrykkjan með allri sinni eyðileggingar-runu
átti rætur sínar að rekja þangað. Því næst bar hann mál
sitt undir Herruðu ættina og tók til orða: ,,Vér erum
verkalýður, og eg hefi óljóst hugboð um, að verkalýð
sé áskapað — og það af háleitari speki en yðar, eftir því
sem mér á mjög takmarkaðan hátt, skilst það — að
hafa þörf fyrir andlega svölun og saðningu. Lítið þér
á hvað vér leiðumst út í þegar vér förum á mis við hana á
hvíldardögum vorum. Fram nú! Gefið þér mér ósak-
næma skemtun, sýnið þér mér eitthvað, bjargið þér
mér!“
Nú varð harkið og háreystið í Herruðu ættinni öld-
ungis ofboðslegt. Um leið og nokkrar raddir, sem naum-
ast urðu heyrðar, komu með þá tillögu, að sýna honum
undur veraldarinnnar, stærð sköpunarverksins, hinar
feikilegu breytingar tímans, starfsvæð náttúrunnar og
fegurð listanna — að lofa honum sem sé einhverntíma að
skoða þetta, þegar hann væri viðlátinn að renna aug-
unum yfir það — þá buldu við æðisleg óhljóð og
ofboðslæti á meðal hinna Herruðu, pá heyrðust ræð-
ur fluttar af fossandi mælsku, þá var umlað og á-
vítað, þá rigndi uppnefnum og atyrðum, þá flágjölluðu
þingbundin vafaspursmál og vandræða-svör, þar sem