Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 70
46
ÓI.AFUR s. thorgeirsson:
inni, sömuleiöis var hún viss með aö velja þaÖ skásta úr
matjurtahrúgunni. Og súpunnar sem bún bjó til af þessu
mætti auðugur rhaöur óska sér — ef hann hefði matarlyst
verkamannsins. Þaö sem hún bar á borð var holt, lyst-
ugt, gott til undirstööu og altaf til á vissum tíma
Eg ætla aÖ það sé öllum ljóst, sem eru kunnugir lífl
fátæklinga í borgum, aö lélegt viðurværi, óhönduglega
matreitt,eigi mikinn þátt í drykkfeldninni. Ef verkamaöur
fær sig varla saddan þegar hann kemur heim, eða kaldan
eða óhönduléga tilreiddan mat, þá er hætt viö að hann
labbi út á eftir og leiti sér hressingar annarsstaöar þar
sem hann er viss um að fá hana. Louis þurfti þessa ekki
við. Hann lét sér nægja súpuna hjá Maríu. Og þegar
hann kom heim á kvöldin eptir langan vinnudag og langa
göngu, þá var hann til í að fá sér vænan skerf af henni;
eftirþaö tók h’ann sér stundar hvíld, skrafaði viö konuna
og dútlaöi viö skósmíöina þangaö til hann fór í rúmið.
Dollar og kvart á dag eru smáar tekjur, en það
reyndist nægta nóg fyrir Maríu Schuylart. Sex börn átti
hún áður en hún haföi meira úr að spila. Hún lagöi
kaup bóndans óskert inn á banka frá upphafi, og tók
aldrei út meir en til brýnustu nauðsynja. Stærsti út-
gjaldaliöurin var húsaleigan, og hann var henni sízt um.
Hún leitaÖi fyrir sér og fann loks staö sem hún festi hug
á, í einum útjaöri borgarinnar, þar sem nýlega var búiö
aö skifta margra mílna svæöi í bygginga-lóðir. Land var
þar ódýrt, en engar stéttar voru þar komnar né stræti,
hvotki vatn, ljós né sorpræsi, ekkert nema flatneskjan meö
leirpyttum og múrsteinshrúgum. Þaðan voru sex mílur
eöa meir til kolagárðsins, þar sem bóndinn vann, en land-
iö var ódýrt og María ásetti sér að kaupa þar lóð.
En Louis var ekki alveg til í þaö. Hann þverneitaöi
fyrst. ,,ViÖ skulum vera kyr þar sem viö erum. Húsa-